18. Þá kom andi yfir Amasaí, höfðingja fyrir hinum þrjátíu, og mælti hann: 'Þínir erum vér, Davíð, og með þér, þú Ísaísonur. Heill, heill sé þér, og heill liðsmönnum þínum, því að Guð þinn hjálpar þér.' Tók þá Davíð við þeim og gjörði þá að foringjum fyrir sveit sinni.