15. Og Guð sendi engil til Jerúsalem til þess að eyða hana, og er hann var að eyða hana, leit Drottinn til og hann iðraði hins illa, og sagði við engilinn, er eyddi fólkinu: 'Nóg er að gjört! Drag nú að þér höndina!' En engill Drottins var þá hjá þreskivelli Ornans Jebúsíta.