39. Þegar Davíð frétti, að Nabal væri dáinn, mælti hann: 'Lofaður sé Drottinn, sem hefnt hefir svívirðu minnar á Nabal og haldið hefir þjóni sínum frá illu. En illsku Nabals hefir Drottinn látið honum sjálfum í koll koma.' Sendi þá Davíð menn til Abígail þess erindis, að hann vill fá hennar sér til eiginkonu.