5. Og er hann var að segja konungi, hvernig hann hefði lífgað hinn dána, þá kom konan, er soninn átti, sem hann hafði lífgað, og bað konung ásjár um hús sitt og akra. Þá sagði Gehasí: 'Minn herra konungur! Þetta er konan, og þetta er sonur hennar, sá er Elísa lífgaði.'