16. En er engillinn rétti út hönd sína gegn Jerúsalem til þess að eyða hana, þá iðraði Drottin hins illa, og hann sagði við engilinn, sem eyddi fólkinu: 'Nóg er að gjört! Drag nú að þér höndina!' En engill Drottins var þá hjá þreskivelli Aravna Jebúsíta.