19. Og þeir hugleiða það eigi, þeir hafa eigi vitsmuni og skilning til að hugsa með sér: 'Helmingnum af því brenndi ég í eldi, ég bakaði brauð við glæðurnar, steikti kjöt og át; og svo ætti ég að fara að búa til andstyggilegt líkneski af því, sem afgangs er, og falla á kné fyrir trédrumbi!'