Bible Study: FrontPage




 

1 Kroníkubók, Chapter 10

Bible Study - 1 Kroníkubók 10 - Icelandic - Icelandic Bible  - Web
 
 
 
Comment!       Comment Disqus!
  
1. Filistar höfðu lagt til orustu við Ísrael. Höfðu Ísraelsmenn flúið fyrir Filistum, og lágu margir fallnir á Gilbóafjalli.
  
2. Og Filistar eltu Sál og sonu hans og felldu Jónatan, Abínadab og Malkísúa, sonu Sáls.
  
3. Var nú gjörð hörð atlaga að Sál, og höfðu bogmenn komið auga á hann. Varð hann þá hræddur við bogmennina.
  
4. Þá sagði Sál við skjaldsvein sinn: 'Bregð þú sverði þínu og legg mig í gegn með því, svo að óumskornir menn þessir komi ekki og fari háðulega með mig.' En skjaldsveinninn vildi ekki gjöra það, því að hann var mjög hræddur. Þá tók Sál sverðið og lét fallast á það.
  
5. Og er skjaldsveinninn sá, að Sál var dauður, þá lét hann og fallast á sverð sitt og dó.
  
6. Þannig létu þeir líf sitt, Sál, synir hans þrír og allir ættmenn hans. Létu þeir lífið saman.
  
7. Þegar allir Ísraelsmenn þeir er á sléttlendinu bjuggu, sáu, að Ísraelsmenn voru flúnir, og Sál og synir hans fallnir, þá yfirgáfu þeir borgir sínar og lögðu á flótta. Og Filistar komu og settust að í þeim.
  
8. Daginn eftir komu Filistar að ræna valinn. Fundu þeir þá Sál og sonu hans þrjá fallna á Gilbóafjalli.
  
9. Flettu þeir hann klæðum og tóku höfuð hans og herklæði og gjörðu sendimenn um allt Filistaland til þess að flytja skurðgoðum sínum og lýðnum gleðitíðindin.
  
10. Og þeir lögðu vopn hans í hof guðs síns, en hauskúpu hans festu þeir upp í hofi Dagóns.
  
11. Þegar allir þeir, er bjuggu í Jabes í Gíleað, fréttu allt það, er Filistar höfðu gjört við Sál,
  
12. þá tóku sig til allir vopnfærir menn, tóku lík Sáls og lík sona hans og fluttu þau til Jabes. Síðan jörðuðu þeir bein þeirra undir eikinni í Jabes og föstuðu í sjö daga.
  
13. Þannig lét Sál líf sitt sakir ótrúmennsku sinnar við Drottin, sakir þess að hann eigi varðveitti boð Drottins, og einnig sakir þess, að hann hafði gengið til frétta við vofu,
  
14. en við Drottin hafði hann eigi gengið til frétta. Hann lét hann þess vegna deyja, en konungdóminn hverfa undir Davíð Ísaíson.


Search in:
Terms:

Vote and Comment on Facebook:Recommend This Page:
Post on Facebook Add to your del.icio.us Digg this story StumbleUpon Twitter Google Plus Post on Tumblr Add to Reddit Pin this story Linkedin Google Bookmark Blogger
Insert Your Personal Insight:

Please do not make mean comments and follow the biblical and spiritual character of this forum. If, however unpleasant situations arise, we request to flag it to us in order to evaluate the situation.

Text source: This text is in the public domain, downloaded from http://www.unboundbible.org, compiled by biblephone2008@gmail.com.

This project is based on delivering free-of-charge the Word of the Lord in all the world by using electronic means. If you want to contact us, you can do this by writing to the following e-mail: bible-study.xyz@hotmail.com


SELECT VERSION

COMPARE WITH OTHER BIBLES