Bible Study: FrontPage




 

1 Kroníkubók, Chapter 14

Bible Study - 1 Kroníkubók 14 - Icelandic - Icelandic Bible  - Web
 
 
 
Comment!       Comment Disqus!
  
1. Híram, konungur í Týrus, gjörði menn á fund Davíðs og sendi honum sedrustré, steinhöggvara og trésmiði til þess að reisa höll handa honum.
  
2. Davíð kannaðist þá við, að Drottinn hefði staðfest konungdóm hans yfir Ísrael, að konungdómur sinn væri hátt upp hafinn fyrir sakir þjóðar hans, Ísraels.
  
3. Davíð tók sér enn konur í Jerúsalem, og Davíð gat enn sonu og dætur.
  
4. Þetta eru nöfn þeirra sona, sem hann eignaðist í Jerúsalem: Sammúa, Sóbab, Natan, Salómon,
  
5. Jíbhar, Elísúa, Elpelet,
  
6. Nóga, Nefeg, Jafía,
  
7. Elísama, Beeljada og Elífelet.
  
8. Þegar Filistar heyrðu, að Davíð væri smurður til konungs yfir allan Ísrael, lögðu allir Filistar af stað að leita Davíðs. Og er Davíð frétti það, fór hann í móti þeim.
  
9. Og Filistar komu og dreifðu sér um Refaímdal.
  
10. Þá gekk Davíð til frétta við Guð og sagði: 'Á ég að fara móti Filistum? Munt þú gefa þá í hendur mér?' Drottinn svaraði honum: 'Far þú, ég mun gefa þá í hendur þér.'
  
11. Héldu þeir þá til Baal Perasím. Og Davíð vann þar sigur á þeim, og Davíð sagði: 'Guð hefir látið mig skola burt óvinum mínum, eins og þegar vatn ryður sér rás.' Fyrir því var sá staður nefndur Baal Perasím.
  
12. En þeir létu þar eftir guði sína, og voru þeir brenndir á báli að boði Davíðs.
  
13. Filistar komu aftur og dreifðu sér um dalinn.
  
14. Þá gekk Davíð enn til frétta við Guð, og Guð svaraði honum: 'Far þú eigi í móti þeim. Far þú í bug og kom að baki þeim og ráð á þá fram undan bakatrjánum.
  
15. Og þegar þú heyrir þyt af ferð í krónum bakatrjánna, þá skalt þú leggja til orustu, því að þá fer Guð fyrir þér til þess að ljósta her Filista.'
  
16. Og Davíð gjörði eins og Guð bauð honum og vann sigur á her Filista frá Gíbeon til Geser.
  
17. Og frægð Davíðs barst um öll lönd, og Drottinn lét ótta við hann koma yfir allar þjóðir.


Search in:
Terms:

Vote and Comment on Facebook:Recommend This Page:
Post on Facebook Add to your del.icio.us Digg this story StumbleUpon Twitter Google Plus Post on Tumblr Add to Reddit Pin this story Linkedin Google Bookmark Blogger
Insert Your Personal Insight:

Please do not make mean comments and follow the biblical and spiritual character of this forum. If, however unpleasant situations arise, we request to flag it to us in order to evaluate the situation.

Text source: This text is in the public domain, downloaded from http://www.unboundbible.org, compiled by biblephone2008@gmail.com.

This project is based on delivering free-of-charge the Word of the Lord in all the world by using electronic means. If you want to contact us, you can do this by writing to the following e-mail: bible-study.xyz@hotmail.com


SELECT VERSION

COMPARE WITH OTHER BIBLES