Bible Study: FrontPage




 

1 Samúelsbók, Chapter 11

Bible Study - 1 Samúelsbók 11 - Icelandic - Icelandic Bible  - Web
 
 
 
Comment!       Comment Disqus!
  
1. Nahas Ammóníti fór og settist um Jabes í Gíleað. Þá sögðu allir Jabesbúar við Nahas: 'Gjör þú sáttmála við oss, og munum vér þjóna þér.'
  
2. Nahas Ammóníti svaraði þeim: 'Með þeim kostum vil ég gjöra sáttmála við yður, að ég stingi út á yður öllum hægra augað og gjöri öllum Ísrael háðung með því.'
  
3. Öldungarnir í Jabes sögðu við hann: 'Gef oss sjö daga frest, og munum vér senda sendiboða um allt Ísraels land, og ef enginn þá hjálpar oss, munum vér gefast upp fyrir þér.'
  
4. Þegar sendiboðarnir komu til Gíbeu Sáls og báru upp erindi sitt í áheyrn lýðsins, þá hóf allur lýðurinn upp raust sína og grét.
  
5. Og sjá, þá kom Sál á eftir nautunum utan af akri. Og Sál mælti: 'Hvað ber til þess, að fólkið er að gráta?' Og þeir sögðu honum erindi Jabesmanna.
  
6. Þá kom andi Guðs yfir Sál, er hann heyrði þessi tíðindi, og varð hann reiður mjög.
  
7. Og hann tók tvo uxa og brytjaði þá og sendi stykkin um allt Ísraels land með sendiboðunum og lét þá orðsending fylgja: 'Svo skal farið með naut hvers þess manns, er eigi fylgir Sál og Samúel í hernað.' Þá kom ótti Drottins yfir fólkið, svo að þeir lögðu af stað sem einn maður.
  
8. Og hann kannaði liðið í Besek, og voru þá Ísraelsmenn þrjú hundruð þúsund og Júdamenn þrjátíu þúsund.
  
9. Og þeir sögðu við sendiboðana, sem komnir voru: 'Segið svo mönnunum í Jabes í Gíleað: Á morgun um hádegisbil skal yður koma hjálp.' Og sendimennirnir komu og sögðu Jabesbúum frá þessu, og urðu þeir glaðir við.
  
10. Og Jabesbúar sögðu við Nahas: 'Á morgun munum vér gefast upp fyrir yður. Þá getið þér gjört við oss hvað sem yður gott þykir.'
  
11. En morguninn eftir skipti Sál liðinu í þrjá flokka, og brutust þeir inn í herbúðirnar um morgunvökuna og felldu Ammóníta fram til hádegis. Og þeir, sem af komust, dreifðust víðsvegar, svo að ekki urðu eftir af þeim tveir saman.
  
12. Þá sagði fólkið við Samúel: 'Hverjir voru það, sem sögðu: ,Á Sál að verða konungur yfir oss?` Framseljið þá menn, svo að vér getum drepið þá.'
  
13. En Sál sagði: 'Engan mann skal deyða á þessum degi, því að í dag hefir Drottinn veitt Ísrael sigur.'
  
14. Samúel sagði við lýðinn: 'Komið, vér skulum fara til Gilgal og endurnýja þar konungdóminn.'
  
15. Þá fór allur lýðurinn til Gilgal og gjörði Sál þar að konungi frammi fyrir Drottni í Gilgal. Og þeir fórnuðu þar heillafórnum frammi fyrir Drottni, og Sál og allir Ísraelsmenn glöddu sig þar mikillega.


Search in:
Terms:

Vote and Comment on Facebook:Recommend This Page:
Post on Facebook Add to your del.icio.us Digg this story StumbleUpon Twitter Google Plus Post on Tumblr Add to Reddit Pin this story Linkedin Google Bookmark Blogger
Insert Your Personal Insight:

Please do not make mean comments and follow the biblical and spiritual character of this forum. If, however unpleasant situations arise, we request to flag it to us in order to evaluate the situation.

Text source: This text is in the public domain, downloaded from http://www.unboundbible.org, compiled by biblephone2008@gmail.com.

This project is based on delivering free-of-charge the Word of the Lord in all the world by using electronic means. If you want to contact us, you can do this by writing to the following e-mail: bible-study.xyz@hotmail.com


SELECT VERSION

COMPARE WITH OTHER BIBLES