Bible Study: FrontPage




 

2 Samúelsbók, Chapter 9

Bible Study - 2 Samúelsbók 9 - Icelandic - Icelandic Bible  - Web
 
 
 
Comment!       Comment Disqus!
  
1. Davíð sagði: 'Er nú nokkur maður eftir orðinn af húsi Sáls? Honum vil ég miskunn auðsýna fyrir sakir Jónatans.'
  
2. Af húsi Sáls var til maður, er Síba hét. Hann var kallaður á fund Davíðs. Og konungur sagði við hann: 'Ert þú Síba?' Hann svaraði: 'Þinn þjónn!'
  
3. Þá mælti konungur: 'Er nokkur eftir af húsi Sáls, að ég megi auðsýna honum miskunn Guðs?' Síba sagði við konung: 'Enn er á lífi sonur Jónatans og er lami á báðum fótum.'
  
4. Þá sagði konungur við hann: 'Hvar er hann?' Síba sagði við konung: 'Hann er í húsi Makírs Ammíelssonar í Lódebar.'
  
5. Þá sendi Davíð konungur og lét sækja hann í hús Makírs Ammíelssonar í Lódebar.
  
6. Og Mefíbóset Jónatansson, Sálssonar, gekk fyrir Davíð, féll fram á ásjónu sína og laut honum. Og Davíð sagði: 'Mefíbóset!' Hann svaraði: 'Hér er þjónn þinn.'
  
7. Þá mælti Davíð til hans: 'Ver þú óhræddur, því að ég vil auðsýna þér miskunn fyrir sakir Jónatans, föður þíns, og fá þér aftur allar jarðeignir Sáls forföður þíns, og þú skalt jafnan eta við mitt borð.'
  
8. Þá laut hann og mælti: 'Hvað er þjónn þinn þess, að þú skiptir þér af dauðum hundi, eins og mér?'
  
9. Síðan kallaði konungur á Síba, þjón Sáls, og mælti til hans: 'Allt sem Sál átti, og allt sem hús hans átti gef ég syni herra þíns.
  
10. Skalt þú nú yrkja landið fyrir hann ásamt sonum þínum og þrælum og hirða af því, svo að sonur herra þíns hafi fæðu og megi eta. En Mefíbóset, sonur herra þíns, skal jafnan eta við mitt borð.' Og Síba átti fimmtán sonu og tuttugu þræla.
  
11. Síba sagði við konung: 'Þjónn þinn mun gjöra að öllu svo sem minn herra konungurinn hefir boðið þjóni sínum.' Og Mefíbóset át við borð Davíðs, svo sem væri hann einn konungssona.
  
12. Mefíbóset átti ungan son, sem Míka hét. Allir sem bjuggu í húsi Síba, voru þjónar Mefíbósets.
  
13. En Mefíbóset bjó í Jerúsalem, því að hann át jafnan við borð konungs. Hann var haltur á báðum fótum.


Search in:
Terms:

Vote and Comment on Facebook:Recommend This Page:
Post on Facebook Add to your del.icio.us Digg this story StumbleUpon Twitter Google Plus Post on Tumblr Add to Reddit Pin this story Linkedin Google Bookmark Blogger
Insert Your Personal Insight:

Please do not make mean comments and follow the biblical and spiritual character of this forum. If, however unpleasant situations arise, we request to flag it to us in order to evaluate the situation.

Text source: This text is in the public domain, downloaded from http://www.unboundbible.org, compiled by biblephone2008@gmail.com.

This project is based on delivering free-of-charge the Word of the Lord in all the world by using electronic means. If you want to contact us, you can do this by writing to the following e-mail: bible-study.xyz@hotmail.com


SELECT VERSION

COMPARE WITH OTHER BIBLES