Bible Study: FrontPage




 

Postulasagan, Chapter 11

Bible Study - Postulasagan 11 - Icelandic - Icelandic Bible  - Web
 
 
 
Comment!       Comment Disqus!
  
1. En postularnir og bræðurnir í Júdeu heyrðu, að heiðingjarnir hefðu einnig tekið við orði Guðs.
  
2. Þegar Pétur kom upp til Jerúsalem, deildu umskurnarmennirnir á hann og sögðu:
  
3. 'Þú hefur farið inn til óumskorinna manna og etið með þeim.'
  
4. En Pétur sagði þeim þá alla söguna frá rótum og mælti:
  
5. 'Ég var að biðjast fyrir í borginni Joppe og sá, frá mér numinn, sýn, hlut nokkurn koma niður, eins og stór dúkur væri látinn síga á fjórum skautum frá himni, og hann kom til mín.
  
6. Ég starði á hann og hugði að og sá þá ferfætt dýr jarðar, villidýr, skriðdýr og fugla himins,
  
7. og ég heyrði rödd segja við mig: ,Slátra nú, Pétur, og et!`
  
8. En ég sagði: ,Nei, Drottinn, engan veginn, því að aldrei hefur neitt vanheilagt né óhreint komið mér í munn.`
  
9. Í annað sinn sagði rödd af himni: ,Eigi skalt þú kalla það vanheilagt, sem Guð hefur lýst hreint!`
  
10. Þetta gjörðist þrem sinnum, og aftur var allt dregið upp til himins.
  
11. Samstundis stóðu þrír menn við húsið, sem ég var í, sendir til mín frá Sesareu.
  
12. Og andinn sagði mér að fara með þeim hiklaust. Þessir sex bræður urðu mér einnig samferða, og vér gengum inn í hús mannsins.
  
13. Hann sagði oss, hvernig hann hefði séð engil standa í húsi sínu, er sagði: ,Send þú til Joppe og lát sækja Símon, er kallast Pétur.
  
14. Hann mun orð til þín mæla, og fyrir þau munt þú hólpinn verða og allt heimili þitt.`
  
15. En þegar ég var farinn að tala, kom heilagur andi yfir þá, eins og yfir oss í upphafi.
  
16. Ég minntist þá orða Drottins, er hann sagði: ,Jóhannes skírði með vatni, en þér skuluð skírðir verða með heilögum anda.`
  
17. Fyrst Guð gaf þeim nú sömu gjöf og oss, er vér tókum trú á Drottin Jesú Krist, hvernig var ég þá þess umkominn að standa gegn Guði?'
  
18. Þegar þeir heyrðu þetta, stilltust þeir, og þeir vegsömuðu Guð og sögðu: 'Guð hefur þá einnig gefið heiðingjunum afturhvarf til lífs.'
  
19. Þeir, sem dreifst höfðu vegna ofsóknarinnar, sem varð út af Stefáni, fóru allt til Fönikíu, Kýpur og Antíokkíu. En Gyðingum einum fluttu þeir orðið.
  
20. Nokkrir þeirra voru frá Kýpur og Kýrene, og er þeir komu til Antíokkíu, tóku þeir einnig að tala til Grikkja og boða þeim fagnaðarerindið um Drottin Jesú.
  
21. Og hönd Drottins var með þeim, og mikill fjöldi tók trú og sneri sér til Drottins.
  
22. Og fregnin um þá barst til eyrna safnaðarins í Jerúsalem, og þeir sendu Barnabas til Antíokkíu.
  
23. Þegar hann kom og sá verk Guðs náðar, gladdist hann, og hann áminnti alla um að halda sér fast við Drottin af öllu hjarta.
  
24. Því hann var góður maður, fullur af heilögum anda og trú. Og mikill fjöldi manna gafst Drottni.
  
25. Þá fór hann til Tarsus að leita Sál uppi.
  
26. Þegar hann hafði fundið hann, fór hann með hann til Antíokkíu. Þeir voru síðan saman heilt ár í söfnuðinum og kenndu fjölda fólks. Í Antíokkíu voru lærisveinarnir fyrst kallaðir kristnir.
  
27. Á þessum dögum komu spámenn frá Jerúsalem til Antíokkíu.
  
28. Einn þeirra, Agabus að nafni, steig fram, og af gift andans sagði hann fyrir, að mikil hungursneyð mundi koma yfir alla heimsbyggðina. Kom það fram á dögum Kládíusar.
  
29. En lærisveinarnir samþykktu þá, að hver þeirra skyldi eftir efnum senda nokkuð til hjálpar bræðrunum, sem bjuggu í Júdeu.
  
30. Þetta gjörðu þeir og sendu það til öldunganna með þeim Barnabasi og Sál.


Search in:
Terms:

Vote and Comment on Facebook:Recommend This Page:
Post on Facebook Add to your del.icio.us Digg this story StumbleUpon Twitter Google Plus Post on Tumblr Add to Reddit Pin this story Linkedin Google Bookmark Blogger
Insert Your Personal Insight:

Please do not make mean comments and follow the biblical and spiritual character of this forum. If, however unpleasant situations arise, we request to flag it to us in order to evaluate the situation.

Text source: This text is in the public domain, downloaded from http://www.unboundbible.org, compiled by biblephone2008@gmail.com.

This project is based on delivering free-of-charge the Word of the Lord in all the world by using electronic means. If you want to contact us, you can do this by writing to the following e-mail: bible-study.xyz@hotmail.com


SELECT VERSION

COMPARE WITH OTHER BIBLES