Bible Study: FrontPage




 

Postulasagan, Chapter 6

Bible Study - Postulasagan 6 - Icelandic - Icelandic Bible  - Web
 
 
 
Comment!       Comment Disqus!
  
1. Á þessum dögum, er lærisveinum fjölgaði, fóru grískumælandi menn að kvarta út af því, að hebreskir settu ekkjur þeirra hjá við daglega úthlutun.
  
2. Hinir tólf kölluðu þá lærisveinahópinn saman og sögðu: 'Ekki hæfir, að vér hverfum frá boðun Guðs orðs til að þjóna fyrir borðum.
  
3. Finnið því, bræður, sjö vel kynnta menn úr yðar hópi, sem fullir eru anda og visku. Munum vér setja þá yfir þetta starf.
  
4. En vér munum helga oss bæninni og þjónustu orðsins.'
  
5. Öll samkoman gerði góðan róm að máli þeirra, og kusu þeir Stefán, mann fullan af trú og heilögum anda, Filippus, Prókorus, Níkanor, Tímon, Parmenas og Nikolás frá Antíokkíu, sem tekið hafði gyðingatrú.
  
6. Þeir leiddu þá fram fyrir postulana, sem báðust fyrir og lögðu hendur yfir þá.
  
7. Orð Guðs breiddist út, og tala lærisveinanna í Jerúsalem fór stórum vaxandi, einnig snerist mikill fjöldi presta til hlýðni við trúna.
  
8. Stefán var fullur af náð og krafti og gjörði undur og tákn mikil meðal fólksins.
  
9. Þá komu til nokkrir menn úr svonefndri Leysingjasamkundu. Þeir voru frá Kýrene og Alexandríu, en aðrir frá Kilikíu og Asíu, og tóku að þrátta við Stefán.
  
10. En þeir gátu ekki staðið gegn visku þeirri og anda, sem hann talaði af.
  
11. Þá fengu þeir menn nokkra til að segja: 'Vér höfum heyrt hann tala lastmæli gegn Móse og Guði.'
  
12. Þeir æstu upp fólkið, öldungana og fræðimennina, og þeir veittust að honum, gripu hann og færðu hann fyrir ráðið.
  
13. Þá leiddu þeir fram ljúgvotta, er sögðu: 'Þessi maður er alltaf að tala gegn þessum heilaga stað og lögmálinu.
  
14. Vér höfum heyrt hann segja, að þessi Jesús frá Nasaret muni brjóta niður musterið og breyta þeim siðum, sem Móse hefur sett oss.'
  
15. Allir sem í ráðinu sátu, störðu á hann og sáu, að ásjóna hans var sem engils ásjóna.


Search in:
Terms:

Vote and Comment on Facebook:Recommend This Page:
Post on Facebook Add to your del.icio.us Digg this story StumbleUpon Twitter Google Plus Post on Tumblr Add to Reddit Pin this story Linkedin Google Bookmark Blogger
Insert Your Personal Insight:

Please do not make mean comments and follow the biblical and spiritual character of this forum. If, however unpleasant situations arise, we request to flag it to us in order to evaluate the situation.

Text source: This text is in the public domain, downloaded from http://www.unboundbible.org, compiled by biblephone2008@gmail.com.

This project is based on delivering free-of-charge the Word of the Lord in all the world by using electronic means. If you want to contact us, you can do this by writing to the following e-mail: bible-study.xyz@hotmail.com


SELECT VERSION

COMPARE WITH OTHER BIBLES