Bible Study: FrontPage




 

Amos, Chapter 8

Bible Study - Amos 8 - Icelandic - Icelandic Bible  - Web
 
 
 
Comment!       Comment Disqus!
  
1. Drottinn Guð lét þessa sýn bera fyrir mig: Ég sá körfu með sumarávöxtum.
  
2. Þá sagði hann: 'Hvað sér þú, Amos?' Ég svaraði: 'Körfu með sumarávöxtum.' Þá sagði Drottinn við mig: 'Endirinn er kominn yfir lýð minn Ísrael, ég vil eigi lengur umbera hann.
  
3. Og musterissöngmeyjarnar skulu kveina á þeim degi _ segir Drottinn Guð. _ Líkin eru mörg. Alls staðar fleygja menn þeim út í kyrrþey!'
  
4. Heyrið þetta, þér sem sundur merjið hina fátæku og ætlið að gjöra út af við alla aumingja í landinu, _
  
5. sem segið: 'Hvenær mun tunglkomuhátíðin líða, svo að vér megum selja korn, og hvíldardagurinn, svo að vér megum opna kornhlöðurnar?' _ sem minnkið mælinn og hækkið verðið og falsið svikavogina,
  
6. og kaupið hina snauðu fyrir silfur og fátæklinginn fyrir eina ilskó, _ sem segið: 'Vér seljum þeim aðeins úrganginn úr korninu.'
  
7. Drottinn hefir svarið við vegsemd Jakobs: Aldrei skal ég gleyma öllu því, er þeir hafa gjört.
  
8. Hlaut ekki jörðin að nötra af slíku og allir þeir, sem þar búa, að verða sorgbitnir, svo að hún hófst upp alls staðar eins og Níl-fljótið og lækkaði eins og fljótið á Egyptalandi?
  
9. Á þeim degi, _ segir Drottinn Guð _ vil ég láta sólina ganga til viðar um miðjan dag og senda myrkur yfir landið á ljósum degi.
  
10. Ég vil snúa hátíðum yðar í sorg og öllum ljóðum yðar í harmkvæði, klæða allar mjaðmir í sorgarbúning og gjöra öll höfuð sköllótt. Ég læt það verða eins og sorg eftir einkason og endalok þess sem beiskan dag.
  
11. Sjá, þeir dagar munu koma, _ segir Drottinn Guð, _ að ég mun senda hungur inn í landið, ekki hungur eftir brauði né þorsta eftir vatni, heldur eftir því að heyra orð Drottins,
  
12. svo að menn skulu reika frá einu hafinu til annars og renna frá norðri til austurs til þess að leita eftir orði Drottins. En þeir skulu ekki finna það.
  
13. Á þeim degi skulu fríðar meyjar og æskumenn vanmegnast af þorsta.
  
14. Þeir er sverja við vansæmd Samaríu og segja: 'Svo sannarlega sem Guð þinn lifir, Dan!' og: 'Svo sannarlega sem Guð þinn lifir, Beerseba!' _ þeir skulu falla og ekki framar á fætur rísa.


Search in:
Terms:

Vote and Comment on Facebook:Recommend This Page:
Post on Facebook Add to your del.icio.us Digg this story StumbleUpon Twitter Google Plus Post on Tumblr Add to Reddit Pin this story Linkedin Google Bookmark Blogger
Insert Your Personal Insight:

Please do not make mean comments and follow the biblical and spiritual character of this forum. If, however unpleasant situations arise, we request to flag it to us in order to evaluate the situation.

Text source: This text is in the public domain, downloaded from http://www.unboundbible.org, compiled by biblephone2008@gmail.com.

This project is based on delivering free-of-charge the Word of the Lord in all the world by using electronic means. If you want to contact us, you can do this by writing to the following e-mail: bible-study.xyz@hotmail.com


SELECT VERSION

COMPARE WITH OTHER BIBLES