Bible Study: FrontPage




 

1 Móse, Chapter 50

Bible Study - 1 Móse 50 - Icelandic - Icelandic Bible  - Web
 
 
 
Comment!       Comment Disqus!
  
1. Jósef laut þá ofan að andliti föður síns og grét yfir honum og kyssti hann.
  
2. Og Jósef bauð þjónum sínum, læknunum, að smyrja föður sinn. Og læknarnir smurðu Ísrael,
  
3. en til þess gengu fjörutíu dagar, því að svo lengi stendur á smurningunni. Og Egyptar syrgðu hann sjötíu daga.
  
4. Er sorgardagarnir voru liðnir, kom Jósef að máli við hirðmenn Faraós og mælti: 'Hafi ég fundið náð í augum yðar, þá berið Faraó þessi orð mín:
  
5. Faðir minn tók eið af mér og sagði: ,Sjá, nú mun ég deyja. Í gröf minni, sem ég gróf handa mér í Kanaanlandi, skaltu jarða mig.` Leyf mér því að fara og jarða föður minn. Að því búnu skal ég koma aftur.'
  
6. Og Faraó sagði: 'Far þú og jarða föður þinn, eins og hann lét þig vinna eið að.'
  
7. Og Jósef fór að jarða föður sinn, og með honum fóru allir þjónar Faraós, öldungar hirðarinnar og allir öldungar Egyptalands
  
8. og allir heimilismenn Jósefs, svo og bræður hans og heimilismenn föður hans. Aðeins létu þeir börn sín, sauði sína og nautgripi eftir verða í Gósenlandi.
  
9. Í för með honum voru vagnar og riddarar, og var það stórmikið föruneyti.
  
10. En er þeir komu til Góren-haatad, sem er hinumegin við Jórdan, þá hófu þeir þar harmakvein mikið og hátíðlegt mjög, og hann hélt sorgarhátíð eftir föður sinn í sjö daga.
  
11. Og er landsbúar, Kanaanítar, sáu sorgarhátíðina í Góren-haatad, sögðu þeir: 'Þar halda Egyptar mikla sorgarhátíð.' Fyrir því var sá staður nefndur Abel Mísraím. Liggur hann hinumegin við Jórdan.
  
12. Synir hans gjörðu svo við hann sem hann hafði boðið þeim.
  
13. Og synir hans fluttu hann til Kanaanlands og jörðuðu hann í helli Makpelalands, sem Abraham hafði keypt ásamt akrinum fyrir grafreit af Efron Hetíta, gegnt Mamre.
  
14. Og Jósef fór aftur til Egyptalands, er hann hafði jarðað föður sinn, hann og bræður hans og allir, sem með honum höfðu farið að jarða föður hans.
  
15. Er bræður Jósefs sáu að faðir þeirra var dáinn, hugsuðu þeir: 'En ef Jósef nú fjandskapaðist við oss og launaði oss allt hið illa, sem vér höfum gjört honum!'
  
16. Og þeir gjörðu Jósef svolátandi orðsending: 'Faðir þinn mælti svo fyrir, áður en hann dó:
  
17. ,Þannig skuluð þér mæla við Jósef: Æ, fyrirgef bræðrum þínum misgjörð þeirra og synd, að þeir gjörðu þér illt.` Fyrirgef því misgjörðina þjónum þess Guðs, sem faðir þinn dýrkaði.' Og Jósef grét, er þeir mæltu svo til hans.
  
18. Því næst komu bræður hans sjálfir og féllu fram fyrir honum og sögðu: 'Sjá, vér erum þrælar þínir.'
  
19. En Jósef sagði við þá: 'Óttist ekki, því að er ég í Guðs stað?
  
20. Þér ætluðuð að gjöra mér illt, en Guð sneri því til góðs, til að gjöra það, sem nú er fram komið, að halda lífinu í mörgu fólki.
  
21. Verið því óhræddir, ég skal annast yður og börn yðar.' Síðan hughreysti hann þá og talaði við þá blíðlega.
  
22. Jósef bjó í Egyptalandi, hann og ættlið föður hans. Og Jósef varð hundrað og tíu ára gamall.
  
23. Og Jósef sá niðja Efraíms í þriðja lið. Og synir Makírs, sonar Manasse, fæddust á kné Jósefs.
  
24. Og Jósef sagði við bræður sína: 'Nú mun ég deyja. En Guð mun vissulega vitja yðar og flytja yður úr þessu landi til þess lands, sem hann hefir svarið Abraham, Ísak og Jakob.'
  
25. Og Jósef tók eið af Ísraels sonum og mælti: 'Sannlega mun Guð vitja yðar. Flytjið þá bein mín héðan.'


Search in:
Terms:

Vote and Comment on Facebook:Recommend This Page:
Post on Facebook Add to your del.icio.us Digg this story StumbleUpon Twitter Google Plus Post on Tumblr Add to Reddit Pin this story Linkedin Google Bookmark Blogger
Insert Your Personal Insight:

Please do not make mean comments and follow the biblical and spiritual character of this forum. If, however unpleasant situations arise, we request to flag it to us in order to evaluate the situation.

Text source: This text is in the public domain, downloaded from http://www.unboundbible.org, compiled by biblephone2008@gmail.com.

This project is based on delivering free-of-charge the Word of the Lord in all the world by using electronic means. If you want to contact us, you can do this by writing to the following e-mail: bible-study.xyz@hotmail.com


SELECT VERSION

COMPARE WITH OTHER BIBLES