Bible Study: FrontPage




 

Hebrea, Chapter 4

Bible Study - Hebrea 4 - Icelandic - Icelandic Bible  - Web
 
 
 
Comment!       Comment Disqus!
  
1. Fyrirheitið um það að ganga inn til hvíldar hans stendur enn, vörumst því að nokkur yðar verði til þess að dragast aftur úr.
  
2. Fagnaðarerindið var oss boðað eigi síður en þeim. En orðið, sem þeir heyrðu, kom þeim eigi að haldi vegna þess, að þeir tóku ekki við því í trú.
  
3. En vér, sem trú höfum tekið, göngum inn til hvíldarinnar eins og hann hefur sagt: 'Og ég sór í bræði minni: Eigi skulu þeir inn ganga til hvíldar minnar.' Þó voru verk Guðs fullgjör frá grundvöllun heims.
  
4. Því að einhvers staðar er svo að orði kveðið um hinn sjöunda dag: 'Og Guð hvíldist hinn sjöunda dag eftir öll verk sín.'
  
5. Og aftur á þessum stað: 'Eigi skulu þeir inn ganga til hvíldar minnar.'
  
6. Enn stendur því til boða, að nokkrir gangi inn til hvíldar Guðs. Þeir, sem fagnaðarerindið var fyrr boðað, gengu ekki inn sakir óhlýðni.
  
7. Því ákveður Guð aftur dag einn, er hann segir löngu síðar fyrir munn Davíðs: 'Í dag.' Eins og fyrr hefur sagt verið: 'Ef þér heyrið raust hans í dag, þá forherðið ekki hjörtu yðar.'
  
8. Hefði Jósúa leitt þá til hvíldar, þá hefði Guð ekki síðar meir talað um annan dag.
  
9. Enn stendur þá til boða sabbatshvíld fyrir lýð Guðs.
  
10. Því að sá, sem gengur inn til hvíldar hans, fær hvíld frá verkum sínum, eins og Guð hvíldist eftir sín verk.
  
11. Kostum því kapps um að ganga inn til þessarar hvíldar, til þess að enginn óhlýðnist eins og þeir og falli.
  
12. Því að orð Guðs er lifandi og kröftugt og beittara hverju tvíeggjuðu sverði og smýgur inn í innstu fylgsni sálar og anda, liðamóta og mergjar, það dæmir hugsanir og hugrenningar hjartans.
  
13. Enginn skapaður hlutur er honum hulinn, allt er bert og öndvert augum hans. Honum eigum vér reikningsskil að gjöra.
  
14. Er vér þá höfum mikinn æðsta prest, sem farið hefur í gegnum himnana, Jesú Guðs son, skulum vér halda fast við játninguna.
  
15. Ekki höfum vér þann æðsta prest, er eigi geti séð aumur á veikleika vorum, heldur þann, sem freistað var á allan hátt eins og vor, en án syndar.
  
16. Göngum því með djörfung að hásæti náðarinnar, til þess að vér öðlumst miskunn og hljótum náð til hjálpar á hagkvæmum tíma.


Search in:
Terms:

Vote and Comment on Facebook:Recommend This Page:
Post on Facebook Add to your del.icio.us Digg this story StumbleUpon Twitter Google Plus Post on Tumblr Add to Reddit Pin this story Linkedin Google Bookmark Blogger
Insert Your Personal Insight:

Please do not make mean comments and follow the biblical and spiritual character of this forum. If, however unpleasant situations arise, we request to flag it to us in order to evaluate the situation.

Text source: This text is in the public domain, downloaded from http://www.unboundbible.org, compiled by biblephone2008@gmail.com.

This project is based on delivering free-of-charge the Word of the Lord in all the world by using electronic means. If you want to contact us, you can do this by writing to the following e-mail: bible-study.xyz@hotmail.com


SELECT VERSION

COMPARE WITH OTHER BIBLES