Bible Study: FrontPage




 

Jobsbók, Chapter 23

Bible Study - Jobsbók 23 - Icelandic - Icelandic Bible  - Web
 
 
 
Comment!       Comment Disqus!
  
1. Þá svaraði Job og sagði:
  
2. Enn sem fyrr munu kveinstafir mínir verða taldir uppreisn, hönd Guðs hvílir þungt á andvörpum mínum.
  
3. Ég vildi að ég vissi, hvernig ég ætti að finna hann, hvernig ég gæti komist fram fyrir dómstól hans!
  
4. Þá mundi ég útskýra málið fyrir honum og fylla munn minn sönnunum.
  
5. Ég mundi fá að vita, hverju hann svaraði mér, og heyra hvað hann segði við mig.
  
6. Mundi hann deila við mig í mikilleik máttar síns? Nei, hann mundi veita mér óskipta athygli.
  
7. Þá mundi hreinskilinn maður þreyta málsókn við hann, og ég mundi að eilífu losna við dómara minn.
  
8. En fari ég í austur, þá er hann þar ekki, og í vestur, þar verð ég hans eigi var.
  
9. Þótt hann hafist að í norðri, þá sé ég hann ekki, og sveigi hann á leið til suðurs, fæ ég ekki litið hann.
  
10. En hann veit, hvernig breytni mín hefir verið, ef hann prófaði mig, mundi ég reynast sem gull.
  
11. Fótur minn hefir þrætt spor hans, ég hefi haldið veg hans og eigi hneigt af leið.
  
12. Frá skipun vara hans hefi ég ekki vikið, hefi varðveitt í brjósti mér orð munns hans.
  
13. En hann er samur við sig _ hver aftrar honum? Ef hann girnist eitthvað, gjörir hann það.
  
14. Já, hann framkvæmir það, er hann hefir ætlað mér, og mörgu slíku býr hann yfir.
  
15. Þess vegna skelfist ég auglit hans. Hugleiði ég það, hræðist ég hann.
  
16. Já, Guð hefir gjört mig hugdeigan, og hinn Almáttki skotið mér skelk í bringu.
  
17. Því að það er ekki vegna ógæfunnar, að ég stend örþrota, né vegna sjálfs mín, þótt niðdimman hylji mig.


Search in:
Terms:

Vote and Comment on Facebook:Recommend This Page:
Post on Facebook Add to your del.icio.us Digg this story StumbleUpon Twitter Google Plus Post on Tumblr Add to Reddit Pin this story Linkedin Google Bookmark Blogger
Insert Your Personal Insight:

Please do not make mean comments and follow the biblical and spiritual character of this forum. If, however unpleasant situations arise, we request to flag it to us in order to evaluate the situation.

Text source: This text is in the public domain, downloaded from http://www.unboundbible.org, compiled by biblephone2008@gmail.com.

This project is based on delivering free-of-charge the Word of the Lord in all the world by using electronic means. If you want to contact us, you can do this by writing to the following e-mail: bible-study.xyz@hotmail.com


SELECT VERSION

COMPARE WITH OTHER BIBLES