Bible Study: FrontPage




 

Jobsbók, Chapter 26

Bible Study - Jobsbók 26 - Icelandic - Icelandic Bible  - Web
 
 
 
Comment!       Comment Disqus!
  
1. Þá svaraði Job og sagði:
  
2. En hvað þú hefir hjálpað hinum þróttlausa, stutt hinn máttvana armlegg!
  
3. En hvað þú hefir ráðið hinum óvitra og kunngjört mikla speki!
  
4. Fyrir hverjum hefir þú flutt ræðu þína, og hvers andi var það, sem gekk fram úr þér?
  
5. Andar hinna framliðnu í undirdjúpunum skelfast ásamt vötnunum og íbúum þeirra.
  
6. Naktir liggja undirheimar fyrir Guði og undirdjúpin skýlulaus.
  
7. Hann þenur norðrið út yfir auðninni og lætur jörðina svífa í tómum geimnum,
  
8. hann bindur vatnið saman í skýjum sínum, og þó brestur skýflókinn ekki undir því,
  
9. hann byrgir fyrir ásjónu hásætis síns með því að breiða ský sitt yfir hana.
  
10. Marklínu hefir hann dregið hringinn í kring á haffletinum, þar sem mætast ljós og myrkur.
  
11. Stoðir himinsins nötra og hræðast ógnun hans.
  
12. Með mætti sínum æsir hann hafið, og með hyggindum sínum sundurmolar hann hafdrekann.
  
13. Fyrir andgusti hans verður himinninn heiður, hönd hans leggur í gegn hinn flughraða dreka.
  
14. Sjá, þetta eru aðeins ystu takmörk vega hans, og hversu lágt hvísl er það, sem vér heyrum! En þrumu máttarverka hans _ hver skilur hana?


Search in:
Terms:

Vote and Comment on Facebook:Recommend This Page:
Post on Facebook Add to your del.icio.us Digg this story StumbleUpon Twitter Google Plus Post on Tumblr Add to Reddit Pin this story Linkedin Google Bookmark Blogger
Insert Your Personal Insight:

Please do not make mean comments and follow the biblical and spiritual character of this forum. If, however unpleasant situations arise, we request to flag it to us in order to evaluate the situation.

Text source: This text is in the public domain, downloaded from http://www.unboundbible.org, compiled by biblephone2008@gmail.com.

This project is based on delivering free-of-charge the Word of the Lord in all the world by using electronic means. If you want to contact us, you can do this by writing to the following e-mail: bible-study.xyz@hotmail.com


SELECT VERSION

COMPARE WITH OTHER BIBLES