Bible Study: FrontPage




 

Jobsbók, Chapter 27

Bible Study - Jobsbók 27 - Icelandic - Icelandic Bible  - Web
 
 
 
Comment!       Comment Disqus!
  
1. Og Job hélt áfram að flytja ræðu sína og mælti:
  
2. Svo sannarlega sem Guð lifir, sá er svipt hefir mig rétti mínum, og hinn Almáttki, er hryggt hefir sálu mína:
  
3. meðan lífsönd er í mér og andi Guðs í nösum mínum,
  
4. skulu varir mínar ekki tala ranglæti og tunga mín ekki mæla svik.
  
5. Fjarri sé mér að játa, að þér hafið rétt að mæla. Þar til er ég gef upp andann, læt ég ekki taka frá mér sakleysi mitt.
  
6. Ég held fast í réttlæti mitt og sleppi því ekki, hjarta mitt átelur mig ekki fyrir neinn daga minna.
  
7. Fyrir óvini mínum fari eins og hinum óguðlega og fyrir mótstöðumanni mínum eins og hinum rangláta.
  
8. Því að hvaða von hefir guðlaus maður, þegar skorið er á þráðinn, þá er Guð hrífur burt líf hans?
  
9. Ætli Guð heyri óp hans, þá er neyð kemur yfir hann?
  
10. Eða getur hann haft yndi af hinum Almáttka, hrópað til Guðs, hvenær sem vera skal?
  
11. Ég vil fræða yður um hönd Guðs, eigi leyna því, er hinn Almáttki hefir í hyggju.
  
12. Sjá, þér hafið allir séð það sjálfir, hví farið þér þá með slíka heimsku?
  
13. Þetta er hlutskipti óguðlegs manns hjá Guði, arfleifð ofbeldismanns, sú er hann fær frá hinum Almáttka:
  
14. Eignist hann mörg börn, þá er það handa sverðinu, og afkvæmi hans mettast eigi af brauði.
  
15. Þeir af fólki hans er af komast, verða jarðaðir af drepsóttinni, og ekkjur þeirra halda engan harmagrát.
  
16. Þegar hann hrúgar saman silfri eins og sandi og hleður saman klæðum sem leir,
  
17. þá hleður hann þeim saman, en hinn réttláti klæðist þeim, og silfrinu deilir hinn saklausi.
  
18. Hann hefir byggt hús sitt eins og köngulló og svo sem skála, er varðmaður reisir sér.
  
19. Ríkur leggst hann til hvíldar _ hann gjörir það eigi oftar, hann lýkur upp augunum, og þá er allt farið.
  
20. Skelfingar ná honum eins og vatnaflaumur, um nótt hrífur stormurinn hann burt.
  
21. Austanvindurinn hefur hann á loft, svo að hann þýtur áfram, og feykir honum burt af stað hans.
  
22. Vægðarlaust sendir hann skeyti sín á hann, fyrir hendi hans flýr hann í skyndi _
  
23. þá skella menn saman lófum yfir honum og blístra hann burt frá bústað hans.


Search in:
Terms:

Vote and Comment on Facebook:Recommend This Page:
Post on Facebook Add to your del.icio.us Digg this story StumbleUpon Twitter Google Plus Post on Tumblr Add to Reddit Pin this story Linkedin Google Bookmark Blogger
Insert Your Personal Insight:

Please do not make mean comments and follow the biblical and spiritual character of this forum. If, however unpleasant situations arise, we request to flag it to us in order to evaluate the situation.

Text source: This text is in the public domain, downloaded from http://www.unboundbible.org, compiled by biblephone2008@gmail.com.

This project is based on delivering free-of-charge the Word of the Lord in all the world by using electronic means. If you want to contact us, you can do this by writing to the following e-mail: bible-study.xyz@hotmail.com


SELECT VERSION

COMPARE WITH OTHER BIBLES