Bible Study: FrontPage




 

Jobsbók, Chapter 34

Bible Study - Jobsbók 34 - Icelandic - Icelandic Bible  - Web
 
 
 
Comment!       Comment Disqus!
  
1. Og Elíhú tók aftur til máls og sagði:
  
2. Heyrið, þér vitrir menn, orð mín, og þér fróðir menn, hlustið á mig.
  
3. Því að eyrað prófar orðin, eins og gómurinn smakkar matinn.
  
4. Vér skulum rannsaka, hvað rétt er, komast að því hver með öðrum, hvað gott er.
  
5. Því að Job hefir sagt: 'Ég er saklaus, en Guð hefir svipt mig rétti mínum.
  
6. Þótt ég hafi rétt fyrir mér, stend ég sem lygari, banvæn ör hefir hitt mig, þótt ég hafi í engu brotið.'
  
7. Hvaða maður er eins og Job, sem drekkur guðlast eins og vatn
  
8. og gefur sig í félagsskap við þá, sem illt fremja, og er í fylgi við óguðlega menn?
  
9. Því að hann hefir sagt: 'Maðurinn hefir ekkert gagn af því að vera í vinfengi við Guð.'
  
10. Fyrir því, skynsamir menn, heyrið mig! Fjarri fer því, að Guð aðhafist illt og hinn Almáttki fremji ranglæti.
  
11. Nei, hann geldur manninum verk hans og lætur manninum farnast eftir breytni hans.
  
12. Já, vissulega fremur Guð ekki ranglæti, og hinn Almáttki hallar ekki réttinum.
  
13. Hver hefir fengið honum jörðina til varðveislu, og hver hefir grundvallað allan heiminn?
  
14. Ef hann hugsaði aðeins um sjálfan sig, ef hann drægi til sín anda sinn og andardrátt,
  
15. þá mundi allt hold gefa upp andann og maðurinn aftur verða að dufti.
  
16. Hafir þú vit, þá heyr þú þetta, hlusta þú á hljóm orða minna.
  
17. Getur sá stjórnað, sem hatar réttinn? Eða vilt þú dæma hinn réttláta, volduga?
  
18. þann sem segir við konunginn: 'Þú varmenni!' við tignarmanninn: 'Þú níðingur!'
  
19. sem ekki dregur taum höfðingjanna og gjörir ekki ríkum hærra undir höfði en fátækum, því að handaverk hans eru þeir allir.
  
20. Skyndilega deyja þeir, og það um miðja nótt, fólkið verður skelkað, og þeir hverfa, og hinn sterki er hrifinn burt, en eigi af manns hendi.
  
21. Því að augu Guðs hvíla yfir vegum hvers manns, og hann sér öll spor hans.
  
22. Ekkert það myrkur er til eða sú niðdimma, að illgjörðamenn geti falið sig þar.
  
23. Því að Guð þarf ekki fyrst að gefa manni gaum, til þess að hann komi fyrir dóm hans.
  
24. Hann brýtur hina voldugu sundur rannsóknarlaust og setur aðra í þeirra stað.
  
25. Þannig þekkir hann verk þeirra og steypir þeim um nótt, og þeir verða marðir sundur.
  
26. Hann hirtir þá sem misgjörðamenn í augsýn allra manna,
  
27. vegna þess að þeir hafa frá honum vikið og vanrækt alla vegu hans
  
28. og látið kvein hins fátæka berast til hans, en hann heyrði kvein hinna voluðu.
  
29. Haldi hann kyrru fyrir, hver vill þá sakfella hann? og byrgi hann auglitið, hver fær þá séð hann? Þó vakir hann yfir þjóð og einstaklingi,
  
30. til þess að guðlausir menn skuli ekki drottna, til þess að þeir séu ekki snörur lýðsins.
  
31. Því að segir nokkur við Guð: 'Mér hefir verið hegnt og breyti þó ekki illa.
  
32. Kenn þú mér það, sem ég sé ekki. Hafi ég framið ranglæti, skal ég eigi gjöra það framar'?
  
33. Á hann að endurgjalda eftir geðþótta þínum, af því að þú hafnar? því að þú átt að velja, en ekki ég. Og seg nú fram það, er þú veist!
  
34. Skynsamir menn munu segja við mig, og vitur maður, sem á mig hlýðir:
  
35. 'Job talar ekki hyggilega, og orð hans eru ekki skynsamleg.'
  
36. Ó að Job mætti reyndur verða æ að nýju, af því að hann svarar eins og illir menn svara.
  
37. Því að hann bætir misgjörð ofan á synd sína, hann klappar saman höndunum framan í oss og heldur langar ræður móti Guði.


Search in:
Terms:

Vote and Comment on Facebook:Recommend This Page:
Post on Facebook Add to your del.icio.us Digg this story StumbleUpon Twitter Google Plus Post on Tumblr Add to Reddit Pin this story Linkedin Google Bookmark Blogger
Insert Your Personal Insight:

Please do not make mean comments and follow the biblical and spiritual character of this forum. If, however unpleasant situations arise, we request to flag it to us in order to evaluate the situation.

Text source: This text is in the public domain, downloaded from http://www.unboundbible.org, compiled by biblephone2008@gmail.com.

This project is based on delivering free-of-charge the Word of the Lord in all the world by using electronic means. If you want to contact us, you can do this by writing to the following e-mail: bible-study.xyz@hotmail.com


SELECT VERSION

COMPARE WITH OTHER BIBLES