Bible Study: FrontPage




 

Jobsbók, Chapter 4

Bible Study - Jobsbók 4 - Icelandic - Icelandic Bible  - Web
 
 
 
Comment!       Comment Disqus!
  
1. Þá svaraði Elífas frá Teman og mælti:
  
2. Munt þú taka því illa, þótt maður dirfist að yrða á þig? Og þó, hver fær orða bundist?
  
3. Sjá, þú hefir áminnt marga, og magnþrota hendur hefir þú styrkt.
  
4. Þann sem hrasaði, reistu orð þín á fætur, og hnígandi hnén gjörðir þú stöðug.
  
5. En nú, þegar það kemur yfir þig, gefst þú upp, þegar það nær þér sjálfum, missir þú móðinn.
  
6. Er ekki guðhræðsla þín athvarf þitt og þitt grandvara líferni von þín?
  
7. Hugsaðu þig um: Hver er sá, er farist hafi saklaus, og hvar hefir hinum réttvísu verið tortímt?
  
8. Að því, er ég hefi séð: Þeir sem plægðu rangindi og sáðu óhamingju, þeir einir hafa uppskorið það.
  
9. Fyrir andgusti Guðs fórust þeir, fyrir reiðiblæstri hans urðu þeir að engu.
  
10. Öskur ljónsins og rödd óargadýrsins, _ tennur ljónshvolpanna eru brotnar sundur.
  
11. Ljónið ferst, af því að það vantar bráð, og hvolpar ljónynjunnar tvístrast.
  
12. En til mín laumaðist orð, og eyra mitt nam óminn af því _
  
13. í heilabrotunum, sem nætursýnirnar valda, þá er þungur svefnhöfgi er fallinn yfir mennina.
  
14. Ótti kom yfir mig og hræðsla, svo að öll bein mín nötruðu.
  
15. Og vindgustur straukst fram hjá andliti mínu, hárin risu á líkama mínum.
  
16. Þarna stóð það _ útlitið þekkti ég ekki _, einhver mynd fyrir augum mínum, ég heyrði ymjandi rödd:
  
17. 'Er maðurinn réttlátur fyrir Guði, nokkur mannkind hrein fyrir skapara sínum?
  
18. Sjá, þjónum sínum treystir hann ekki, og hjá englum sínum finnur hann galla,
  
19. hvað þá hjá þeim, sem búa í leirhúsum, þeim sem eiga rót sína að rekja til moldarinnar, sem marðir eru sundur sem mölur væri.
  
20. Milli morguns og kvelds eru þeir molaðir sundur, án þess að menn gefi því gaum, tortímast þeir gjörsamlega.
  
21. Tjaldstaginu er kippt upp, þeir deyja, og það í vanhyggju sinni.'


Search in:
Terms:

Vote and Comment on Facebook:Recommend This Page:
Post on Facebook Add to your del.icio.us Digg this story StumbleUpon Twitter Google Plus Post on Tumblr Add to Reddit Pin this story Linkedin Google Bookmark Blogger
Insert Your Personal Insight:

Please do not make mean comments and follow the biblical and spiritual character of this forum. If, however unpleasant situations arise, we request to flag it to us in order to evaluate the situation.

Text source: This text is in the public domain, downloaded from http://www.unboundbible.org, compiled by biblephone2008@gmail.com.

This project is based on delivering free-of-charge the Word of the Lord in all the world by using electronic means. If you want to contact us, you can do this by writing to the following e-mail: bible-study.xyz@hotmail.com


SELECT VERSION

COMPARE WITH OTHER BIBLES