Bible Study: FrontPage




 

Jósúabók, Chapter 12

Bible Study - Jósúabók 12 - Icelandic - Icelandic Bible  - Web
 
 
 
Comment!       Comment Disqus!
  
1. Þessir eru konungar landsins, þeir er Ísraelsmenn unnu sigur á og tóku lönd af hinumegin Jórdanar, austanmegin, frá Arnoná til Hermonfjalls og allt sléttlendið austanmegin:
  
2. Síhon, Amorítakonungur, sem bjó í Hesbon og réð landi frá Aróer, sem liggur á bakka Arnonár, og dalnum miðjum og hálfu Gíleað að Jabboká, sem er á landamærum Ammóníta,
  
3. og sléttlendinu að Genesaretvatni að austanverðu og að vatninu á sléttlendinu, Saltasjó, að austanverðu, suður undir Bet Jesímót, og til suðurs að Pisgahlíðum.
  
4. Sömuleiðis land Ógs, konungs í Basan, sem var einn þeirra Refaíta, er eftir voru, og bjó í Astarót og Edreí
  
5. og réð yfir Hermonfjöllum, Salka og öllu Basan, að landamærum Gesúra og Maakatíta, og yfir hálfu Gíleað, að landamærum Síhons, konungs í Hesbon.
  
6. Móse, þjónn Drottins, og Ísraelsmenn höfðu unnið sigur á þeim, og Móse, þjónn Drottins, hafði gefið Rúbenítum, Gaðítum og hálfri ættkvísl Manasse landið til eignar.
  
7. Þessir eru konungar landsins, þeir er Jósúa og Ísraelsmenn unnu sigur á fyrir vestan Jórdan, frá Baal Gað í Líbanonsdal til Skallabergs, sem liggur upp til Seír, _ en landið gaf Jósúa ættkvíslum Ísraels til eignar eftir skiptingu þeirra _,
  
8. í fjalllendinu, á láglendinu, á sléttlendinu, í fjallahlíðunum, í eyðimörkinni og í suðurlandinu, _ land Hetíta, Amoríta, Kanaaníta, Peresíta, Hevíta og Jebúsíta:
  
9. Konungurinn í Jeríkó einn, konungurinn í Aí, sem er hjá Betel, einn,
  
10. konungurinn í Jerúsalem einn, konungurinn í Hebron einn,
  
11. konungurinn í Jarmút einn, konungurinn í Lakís einn,
  
12. konungurinn í Eglon einn, konungurinn í Geser einn,
  
13. konungurinn í Debír einn, konungurinn í Geder einn,
  
14. konungurinn í Horma einn, konungurinn í Arad einn,
  
15. konungurinn í Líbna einn, konungurinn í Adúllam einn,
  
16. konungurinn í Makeda einn, konungurinn í Betel einn,
  
17. konungurinn í Tappúa einn, konungurinn í Hefer einn,
  
18. konungurinn í Afek einn, konungurinn í Saron einn,
  
19. konungurinn í Madón einn, konungurinn í Hasór einn,
  
20. konungurinn í Simrón Meróm einn, konungurinn í Aksaf einn,
  
21. konungurinn í Taanak einn, konungurinn í Megíddó einn,
  
22. konungurinn í Kedes einn, konungurinn í Jokneam hjá Karmel einn,
  
23. konungurinn í Dór í Dórshæðum einn, konungur heiðingjanna í Gilgal einn,
  
24. konungurinn í Tirsa einn, _ alls þrjátíu og einn konungur.


Search in:
Terms:

Vote and Comment on Facebook:Recommend This Page:
Post on Facebook Add to your del.icio.us Digg this story StumbleUpon Twitter Google Plus Post on Tumblr Add to Reddit Pin this story Linkedin Google Bookmark Blogger
Insert Your Personal Insight:

Please do not make mean comments and follow the biblical and spiritual character of this forum. If, however unpleasant situations arise, we request to flag it to us in order to evaluate the situation.

Text source: This text is in the public domain, downloaded from http://www.unboundbible.org, compiled by biblephone2008@gmail.com.

This project is based on delivering free-of-charge the Word of the Lord in all the world by using electronic means. If you want to contact us, you can do this by writing to the following e-mail: bible-study.xyz@hotmail.com


SELECT VERSION

COMPARE WITH OTHER BIBLES