Bible Study: FrontPage




 

Harmljóðin, Chapter 5

Bible Study - Harmljóðin 5 - Icelandic - Icelandic Bible  - Web
 
 
 
Comment!       Comment Disqus!
  
1. Minnstu þess, Drottinn, hvað yfir oss hefir gengið, lít þú á og sjá háðung vora.
  
2. Arfleifð vor er komin í hendur annarra, hús vor í hendur útlendinga.
  
3. Vér erum orðnir munaðarleysingjar, föðurlausir, mæður vorar orðnar sem ekkjur.
  
4. Vatnið sem vér drekkum, verðum vér að kaupa, viðinn fáum vér aðeins gegn borgun.
  
5. Ofsækjendur vorir sitja á hálsi vorum, þótt vér séum þreyttir, fáum vér enga hvíld.
  
6. Til Egyptalands réttum vér út höndina, til Assýríu, til þess að seðjast af mat.
  
7. Feður vorir syndguðu, þeir eru eigi framar til, og vér berum misgjörð þeirra.
  
8. Þrælar drottna yfir oss, enginn hrífur oss úr höndum þeirra.
  
9. Með lífsháska sækjum vér matbjörg vora í eyðimörkinni, þar sem sverðið vofir yfir oss.
  
10. Hörund vort er orðið svart eins og ofn af hungurbruna.
  
11. Konur hafa þeir svívirt í Síon, meyjar í Júda-borgum.
  
12. Höfðingja hengdu þeir, öldungnum sýndu þeir enga virðingu.
  
13. Æskumennirnir urðu að þræla við kvörnina, og sveinarnir duttu undir viðarbyrðunum.
  
14. Öldungarnir eru horfnir úr borgarhliðunum, æskumennirnir frá strengleikum.
  
15. Fögnuður hjarta vors er þrotinn, gleðidans vor snúinn í sorg.
  
16. Kórónan er fallin af höfði voru, vei oss, því að vér höfum syndgað.
  
17. Af því er hjarta vort sjúkt orðið, vegna þess eru augu vor döpur,
  
18. vegna Síonarfjalls, sem er í eyði og refir nú hlaupa um.
  
19. Þú, Drottinn, ríkir að eilífu, þitt hásæti stendur frá kyni til kyns.
  
20. Hví vilt þú gleyma oss eilíflega, yfirgefa oss um langan aldur?
  
21. Snú þú oss til þín, Drottinn, þá snúum vér við, lát þú daga vora aftur verða eins og forðum!


Search in:
Terms:

Vote and Comment on Facebook:Recommend This Page:
Post on Facebook Add to your del.icio.us Digg this story StumbleUpon Twitter Google Plus Post on Tumblr Add to Reddit Pin this story Linkedin Google Bookmark Blogger
Insert Your Personal Insight:

Please do not make mean comments and follow the biblical and spiritual character of this forum. If, however unpleasant situations arise, we request to flag it to us in order to evaluate the situation.

Text source: This text is in the public domain, downloaded from http://www.unboundbible.org, compiled by biblephone2008@gmail.com.

This project is based on delivering free-of-charge the Word of the Lord in all the world by using electronic means. If you want to contact us, you can do this by writing to the following e-mail: bible-study.xyz@hotmail.com


SELECT VERSION

COMPARE WITH OTHER BIBLES