Bible Study: FrontPage




 

4 Móse, Chapter 12

Bible Study - 4 Móse 12 - Icelandic - Icelandic Bible  - Web
 
 
 
Comment!       Comment Disqus!
  
1. Mirjam og Aron mæltu í gegn Móse vegna blálensku konunnar, er hann hafði gengið að eiga, því að hann hafði gengið að eiga blálenska konu.
  
2. Og þau sögðu: 'Hefir Drottinn aðeins talað við Móse? Hefir hann ekki talað við okkur líka?' Og Drottinn heyrði það.
  
3. En maðurinn Móse var einkar hógvær, framar öllum mönnum á jörðu.
  
4. Þá talaði Drottinn allt í einu til Móse, Arons og Mirjam: 'Farið þið þrjú til samfundatjaldsins!' Og þau gengu þangað þrjú.
  
5. Þá sté Drottinn niður í skýstólpanum og nam staðar í tjalddyrunum og kallaði á Aron og Mirjam, og þau gengu bæði fram.
  
6. Og hann sagði: 'Heyrið orð mín! Þegar spámaður er meðal yðar, þá birtist ég honum í sýn, eða tala við hann í draumi.
  
7. Ekki er því þannig farið um þjón minn Móse. Honum er trúað fyrir öllu húsi mínu.
  
8. Ég tala við hann munni til munns, berlega og eigi í ráðgátum, og hann sér mynd Drottins. Og hví skirrðust þið þá eigi við að mæla í gegn þjóni mínum, í gegn Móse?'
  
9. Reiði Drottins upptendraðist gegn þeim, og hann fór burt.
  
10. Og skýið vék burt frá tjaldinu, og sjá, Mirjam var orðin líkþrá, hvít sem snjór. Aron sneri sér að Mirjam, og sjá, hún var orðin líkþrá.
  
11. Þá sagði Aron við Móse: 'Æ, herra minn! Lát okkur eigi gjalda þess, að við breyttum heimskulega og syndguðum.
  
12. Æ, lát hana eigi vera sem andvana burð, sem helmingurinn af holdinu er rotnaður á, þá er hann kemur af móðurlífi.'
  
13. Móse hrópaði til Drottins: 'Æ, Guð! Gjör hana aftur heila!'
  
14. Þá sagði Drottinn við Móse: 'Ef faðir hennar hefði hrækt í andlit henni, mundi hún þá eigi hafa orðið að bera kinnroða í sjö daga? Skal hún í sjö daga vera inni byrgð utan herbúða, en eftir það má taka hana inn aftur.'
  
15. Og Mirjam var byrgð inni sjö daga fyrir utan herbúðirnar, og lýðurinn lagði ekki upp fyrr en Mirjam var aftur inn tekin.
  
16. Eftir þetta lagði lýðurinn upp frá Haserót og setti herbúðir sínar í Paran-eyðimörk.


Search in:
Terms:

Vote and Comment on Facebook:Recommend This Page:
Post on Facebook Add to your del.icio.us Digg this story StumbleUpon Twitter Google Plus Post on Tumblr Add to Reddit Pin this story Linkedin Google Bookmark Blogger
Insert Your Personal Insight:

Please do not make mean comments and follow the biblical and spiritual character of this forum. If, however unpleasant situations arise, we request to flag it to us in order to evaluate the situation.

Text source: This text is in the public domain, downloaded from http://www.unboundbible.org, compiled by biblephone2008@gmail.com.

This project is based on delivering free-of-charge the Word of the Lord in all the world by using electronic means. If you want to contact us, you can do this by writing to the following e-mail: bible-study.xyz@hotmail.com


SELECT VERSION

COMPARE WITH OTHER BIBLES