Bible Study: FrontPage




 

Orðskviðirnir, Chapter 16

Bible Study - Orðskviðirnir 16 - Icelandic - Icelandic Bible  - Web
 
 
 
Comment!       Comment Disqus!
  
1. Fyrirætlanir hjartans eru á mannsins valdi, en svar tungunnar kemur frá Drottni.
  
2. Manninum þykja allir sínir vegir hreinir, en Drottinn prófar hugarþelið.
  
3. Fel þú Drottni verk þín, þá mun áformum þínum framgengt verða.
  
4. Allt hefir Drottinn skapað til síns ákveðna marks, svo og guðleysingjann til óheilladagsins.
  
5. Sérhver hrokafullur maður er Drottni andstyggð, hér er höndin upp á það: hann sleppur ekki óhegndur!
  
6. Með elsku og trúfesti er friðþægt fyrir misgjörð, og fyrir ótta Drottins forðast menn hið illa.
  
7. Þegar Drottinn hefir þóknun á breytni einhvers manns, þá sættir hann og óvini hans við hann.
  
8. Betra er lítið með réttu en miklar tekjur með röngu.
  
9. Hjarta mannsins upphugsar veg hans, en Drottinn stýrir gangi hans.
  
10. Goðsvar er á vörum konungsins, í dómi mun munni hans ekki skeika.
  
11. Rétt vog og reisla koma frá Drottni, lóðin á vogarskálunum eru hans verk.
  
12. Að fremja ranglæti er konungum andstyggð, því að hásætið staðfestist fyrir réttlæti.
  
13. Réttlátar varir eru yndi konunga, og þeir elska þann, er talar hreinskilni.
  
14. Konungsreiði er sem sendiboði dauðans, en vitur maður sefar hana.
  
15. Í mildilegu augnaráði konungs er líf, og hylli hans er sem vorregns-ský.
  
16. Hversu miklu betra er að afla sér visku en gulls og ákjósanlegra að afla sér hygginda en silfurs.
  
17. Braut hreinskilinna er að forðast illt, að varðveita sálu sína er að gæta breytni sinnar.
  
18. Drambsemi er undanfari tortímingar, og oflæti veit á fall.
  
19. Betra er að vera lítillátur með auðmjúkum en að skipta herfangi með dramblátum.
  
20. Sá sem gefur gætur að orðinu, hreppir hamingju, og sæll er sá, sem treystir Drottni.
  
21. Sá sem er vitur í hjarta, verður hygginn kallaður, og sætleiki varanna eykur fræðslu.
  
22. Lífslind er hyggnin þeim, sem hana á, en ögun afglapanna er þeirra eigin flónska.
  
23. Hjarta spekingsins gjörir munn hans hygginn og eykur fræðsluna á vörum hans.
  
24. Vingjarnleg orð eru hunangsseimur, sæt fyrir sálina, lækning fyrir beinin.
  
25. Margur vegurinn virðist greiðfær, en endar þó á helslóðum.
  
26. Hungur erfiðismannsins erfiðar með honum, því að munnur hans rekur á eftir honum.
  
27. Varmennið grefur óheillagröf, og á vörum hans er sem brennandi eldur.
  
28. Vélráður maður kveikir illdeilur, og rógberinn veldur vinaskilnaði.
  
29. Ofbeldismaðurinn ginnir náunga sinn og leiðir hann á vondan veg.
  
30. Sá sem lokar augunum, upphugsar vélræði, sá sem kreistir saman varirnar, er albúinn til ills.
  
31. Gráar hærur eru heiðurskóróna, á vegi réttlætis öðlast menn hana.
  
32. Sá sem seinn er til reiði, er betri en kappi, og sá sem stjórnar geði sínu, er meiri en sá sem vinnur borgir.
  
33. Í skikkjufellingum eru teningarnir hristir, en Drottinn ræður, hvað upp kemur.


Search in:
Terms:

Vote and Comment on Facebook:Recommend This Page:
Post on Facebook Add to your del.icio.us Digg this story StumbleUpon Twitter Google Plus Post on Tumblr Add to Reddit Pin this story Linkedin Google Bookmark Blogger
Insert Your Personal Insight:

Please do not make mean comments and follow the biblical and spiritual character of this forum. If, however unpleasant situations arise, we request to flag it to us in order to evaluate the situation.

Text source: This text is in the public domain, downloaded from http://www.unboundbible.org, compiled by biblephone2008@gmail.com.

This project is based on delivering free-of-charge the Word of the Lord in all the world by using electronic means. If you want to contact us, you can do this by writing to the following e-mail: bible-study.xyz@hotmail.com


SELECT VERSION

COMPARE WITH OTHER BIBLES