Bible Study: FrontPage




 

Orðskviðirnir, Chapter 31

Bible Study - Orðskviðirnir 31 - Icelandic - Icelandic Bible  - Web
 
 
 
Comment!       Comment Disqus!
  
1. Orð Lemúels konungs í Massa, er móðir hans kenndi honum.
  
2. Hvað á ég að segja þér, sonur minn? og hvað, sonur kviðar míns? og hvað, sonur áheita minna?
  
3. Gef ekki konum kraft þinn, né ástarhót þín þeim er spilla konungum.
  
4. Ekki sæmir konungum, Lemúel, ekki sæmir konungum að drekka vín, né höfðingjum áfengur drykkur.
  
5. Þeir kynnu að drekka og gleyma lögunum og rangfæra málefni allra aumra manna.
  
6. Gefið áfengan drykk þeim, sem kominn er í örþrot, og vín þeim, sem sorgbitnir eru.
  
7. Drekki hann og gleymi fátækt sinni og minnist ekki framar mæðu sinnar.
  
8. Ljúk þú upp munni þínum fyrir hinn mállausa, fyrir málefni allra þeirra manna, sem eru að örmagnast.
  
9. Ljúk þú upp munni þínum, dæm með réttvísi og rétt þú hlut hinna voluðu og snauðu.
  
10. Væna konu, hver hlýtur hana? hún er miklu meira virði en perlur.
  
11. Hjarta manns hennar treystir henni, og ekki vantar að honum fénist.
  
12. Hún gjörir honum gott og ekkert illt alla ævidaga sína.
  
13. Hún sér um ull og hör og vinnur fúslega með höndum sínum.
  
14. Hún er eins og kaupförin, sækir björgina langt að.
  
15. Hún fer á fætur fyrir dag, skammtar heimilisfólki sínu og segir þernum sínum fyrir verkum.
  
16. Hún hefir augastað á akri og kaupir hann, af ávexti handa sinna plantar hún víngarð.
  
17. Hún gyrðir lendar sínar krafti og tekur sterklega til armleggjunum.
  
18. Hún finnur, að atvinna hennar er arðsöm, á lampa hennar slokknar eigi um nætur.
  
19. Hún réttir út hendurnar eftir rokknum, og fingur hennar grípa snælduna.
  
20. Hún breiðir út lófann móti hinum bágstadda og réttir út hendurnar móti hinum snauða.
  
21. Hún er ekki hrædd um heimilisfólk sitt, þótt snjói, því að allt heimilisfólk hennar er klætt skarlati.
  
22. Hún býr sér til ábreiður, klæðnaður hennar er úr baðmull og purpura.
  
23. Maður hennar er mikils metinn í borgarhliðunum, þá er hann situr með öldungum landsins.
  
24. Hún býr til skyrtur og selur þær, og kaupmanninum fær hún belti.
  
25. Kraftur og tign er klæðnaður hennar, og hún hlær að komandi degi.
  
26. Hún opnar munninn með speki, og ástúðleg fræðsla er á tungu hennar.
  
27. Hún vakir yfir því, sem fram fer á heimili hennar, og etur ekki letinnar brauð.
  
28. Synir hennar ganga fram og segja hana sæla, maður hennar gengur fram og hrósar henni:
  
29. 'Margar konur hafa sýnt dugnað, en þú tekur þeim öllum fram!'
  
30. Yndisþokkinn er svikull og fríðleikinn hverfull, en sú kona, sem óttast Drottin, á hrós skilið.


Search in:
Terms:

Vote and Comment on Facebook:Recommend This Page:
Post on Facebook Add to your del.icio.us Digg this story StumbleUpon Twitter Google Plus Post on Tumblr Add to Reddit Pin this story Linkedin Google Bookmark Blogger
Insert Your Personal Insight:

Please do not make mean comments and follow the biblical and spiritual character of this forum. If, however unpleasant situations arise, we request to flag it to us in order to evaluate the situation.

Text source: This text is in the public domain, downloaded from http://www.unboundbible.org, compiled by biblephone2008@gmail.com.

This project is based on delivering free-of-charge the Word of the Lord in all the world by using electronic means. If you want to contact us, you can do this by writing to the following e-mail: bible-study.xyz@hotmail.com


SELECT VERSION

COMPARE WITH OTHER BIBLES