Bible Study: FrontPage




 

Orðskviðirnir, Chapter 7

Bible Study - Orðskviðirnir 7 - Icelandic - Icelandic Bible  - Web
 
 
 
Comment!       Comment Disqus!
  
1. Son minn, varðveit þú orð mín og geym þú hjá þér boðorð mín.
  
2. Varðveit þú boðorð mín, og þá munt þú lifa, og áminning mína eins og sjáaldur auga þíns.
  
3. Bind þau á fingur þína, skrifa þau á spjald hjarta þíns.
  
4. Seg við spekina: 'Þú ert systir mín!' og kallaðu skynsemina vinkonu,
  
5. svo að þær varðveiti þig fyrir léttúðarkonu, fyrir blíðmálugri konu sem annar á.
  
6. Út um gluggann á húsi mínu, út um grindurnar skimaði ég
  
7. og sá þar meðal sveinanna ungan og vitstola mann.
  
8. Hann gekk á strætinu nálægt horni einu og fetaði leiðina að húsi hennar,
  
9. í rökkrinu, að kveldi dags, um miðja nótt og í niðdimmu.
  
10. Gekk þá kona í móti honum, búin sem portkona og undirförul í hjarta _
  
11. hávær er hún og óhemjuleg, fætur hennar tolla aldrei heima,
  
12. hún er ýmist á götunum eða á torgunum, og situr um menn hjá hverju horni _,
  
13. hún þrífur í hann og kyssir hann og segir við hann, ósvífin í bragði:
  
14. 'Ég átti að greiða heillafórn, í dag hefi ég goldið heit mitt.
  
15. Fyrir því fór ég út til móts við þig, til þess að leita þín, og hefi nú fundið þig.
  
16. Ég hefi búið rúm mitt ábreiðum, marglitum ábreiðum úr egypsku líni.
  
17. Myrru, alóe og kanel hefi ég stökkt á hvílu mína.
  
18. Kom þú, við skulum drekka okkur ástdrukkin fram á morgun, gamna okkur með blíðuhótum.
  
19. Því að maðurinn minn er ekki heima, hann er farinn í langferð.
  
20. Peningapyngjuna tók hann með sér, hann kemur ekki heim fyrr en í tunglfylling.'
  
21. Hún tældi hann með sínum áköfu fortölum, ginnti hann með kjassmælum sínum.
  
22. Hann fer rakleiðis á eftir henni, eins og naut gengur fram á blóðvöllinn, og eins og hjörtur, sem anar í netið,
  
23. uns örin fer í gegnum lifur hans, eins og fuglinn hraðar sér í snöruna, og veit ekki, að líf hans er í veði.
  
24. Og nú, þér yngismenn, hlýðið á mig og gefið gaum að orðum munns míns.
  
25. Lát eigi hjarta þitt teygjast á vegu hennar, villst eigi inn á stigu hennar.
  
26. Því að margir eru þeir, sem hún hefir sært til ólífis, og mesti grúi allir þeir, sem hún hefir myrt.
  
27. Hús hennar er helvegur, er liggur niður til heimkynna dauðans.


Search in:
Terms:

Vote and Comment on Facebook:Recommend This Page:
Post on Facebook Add to your del.icio.us Digg this story StumbleUpon Twitter Google Plus Post on Tumblr Add to Reddit Pin this story Linkedin Google Bookmark Blogger
Insert Your Personal Insight:

Please do not make mean comments and follow the biblical and spiritual character of this forum. If, however unpleasant situations arise, we request to flag it to us in order to evaluate the situation.

Text source: This text is in the public domain, downloaded from http://www.unboundbible.org, compiled by biblephone2008@gmail.com.

This project is based on delivering free-of-charge the Word of the Lord in all the world by using electronic means. If you want to contact us, you can do this by writing to the following e-mail: bible-study.xyz@hotmail.com


SELECT VERSION

COMPARE WITH OTHER BIBLES