Bible Study: FrontPage




 

Sálmarnir, Chapter 103

Bible Study - Sálmarnir 103 - Icelandic - Icelandic Bible  - Web
 
 
 
Comment!       Comment Disqus!
  
1. Davíðssálmur. Lofa þú Drottin, sála mín, og allt sem í mér er, hans heilaga nafn,
  
2. lofa þú Drottin, sála mín, og gleym eigi neinum velgjörðum hans.
  
3. Hann fyrirgefur allar misgjörðir þínar, læknar öll þín mein,
  
4. leysir líf þitt frá gröfinni, krýnir þig náð og miskunn.
  
5. Hann mettar þig gæðum, þú yngist upp sem örninn.
  
6. Drottinn fremur réttlæti og veitir rétt öllum kúguðum.
  
7. Hann gjörði Móse vegu sína kunna og Ísraelsbörnum stórvirki sín.
  
8. Náðugur og miskunnsamur er Drottinn, þolinmóður og mjög gæskuríkur.
  
9. Hann þreytir eigi deilur um aldur og er eigi eilíflega reiður.
  
10. Hann hefir eigi breytt við oss eftir syndum vorum og eigi goldið oss eftir misgjörðum vorum,
  
11. heldur svo hár sem himinninn er yfir jörðunni, svo voldug er miskunn hans við þá er óttast hann.
  
12. Svo langt sem austrið er frá vestrinu, svo langt hefir hann fjarlægt afbrot vor frá oss.
  
13. Eins og faðir sýnir miskunn börnum sínum, eins hefir Drottinn sýnt miskunn þeim er óttast hann.
  
14. Því að hann þekkir eðli vort, minnist þess að vér erum mold.
  
15. Dagar mannsins eru sem grasið, hann blómgast sem blómið á mörkinni,
  
16. þegar vindur blæs á hann er hann horfinn, og staður hans þekkir hann ekki framar.
  
17. En miskunn Drottins við þá er óttast hann varir frá eilífð til eilífðar, og réttlæti hans nær til barnabarnanna,
  
18. þeirra er varðveita sáttmála hans og muna að breyta eftir boðum hans.
  
19. Drottinn hefir reist hásæti sitt á himnum, og konungdómur hans drottnar yfir alheimi.
  
20. Lofið Drottin, þér englar hans, þér voldugu hetjur, er framkvæmið boð hans, er þér heyrið hljóminn af orði hans.
  
21. Lofið Drottin, allar hersveitir hans, þjónar hans, er framkvæmið vilja hans.
  
22. Lofið Drottin, öll verk hans, á hverjum stað í ríki hans. Lofa þú Drottin, sála mín.


Search in:
Terms:

Vote and Comment on Facebook:Recommend This Page:
Post on Facebook Add to your del.icio.us Digg this story StumbleUpon Twitter Google Plus Post on Tumblr Add to Reddit Pin this story Linkedin Google Bookmark Blogger
Insert Your Personal Insight:

Please do not make mean comments and follow the biblical and spiritual character of this forum. If, however unpleasant situations arise, we request to flag it to us in order to evaluate the situation.

Text source: This text is in the public domain, downloaded from http://www.unboundbible.org, compiled by biblephone2008@gmail.com.

This project is based on delivering free-of-charge the Word of the Lord in all the world by using electronic means. If you want to contact us, you can do this by writing to the following e-mail: bible-study.xyz@hotmail.com


SELECT VERSION

COMPARE WITH OTHER BIBLES