Bible Study: FrontPage




 

Sálmarnir, Chapter 108

Bible Study - Sálmarnir 108 - Icelandic - Icelandic Bible  - Web
 
 
 
Comment!       Comment Disqus!
  
1. Ljóð. Davíðssálmur.
  
2. Hjarta mitt er stöðugt, ó Guð, ég vil syngja og leika, vakna þú, sála mín!
  
3. Vakna þú, harpa og gígja, ég vil vekja morgunroðann.
  
4. Ég vil lofa þig meðal lýðanna, Drottinn, vegsama þig meðal þjóðanna,
  
5. því að miskunn þín er himnum hærri, og trúfesti þín nær til skýjanna.
  
6. Sýn þig himnum hærri, ó Guð, og dýrð þín breiðist yfir gjörvalla jörðina,
  
7. til þess að ástvinir þínir megi frelsast. Hjálpa þú með hægri hendi þinni og bænheyr mig.
  
8. Guð hefir sagt í helgidómi sínum: 'Ég vil fagna, ég vil skipta Síkem, mæla út Súkkót-dal.
  
9. Ég á Gíleað, ég á Manasse, og Efraím er hlíf höfði mínu, Júda veldissproti minn.
  
10. Móab er mundlaug mín, í Edóm fleygi ég skónum mínum, yfir Filisteu fagna ég.'
  
11. Hver vill fara með mig í örugga borg, hver vill flytja mig til Edóm?
  
12. Þú hefir útskúfað oss, ó Guð, og þú, Guð, fer eigi út með hersveitum vorum.
  
13. Veit oss lið gegn fjandmönnunum, því að mannahjálp er ónýt.
  
14. Með Guðs hjálp munum vér hreystiverk vinna, og hann mun troða óvini vora fótum.


Search in:
Terms:

Vote and Comment on Facebook:Recommend This Page:
Post on Facebook Add to your del.icio.us Digg this story StumbleUpon Twitter Google Plus Post on Tumblr Add to Reddit Pin this story Linkedin Google Bookmark Blogger
Insert Your Personal Insight:

Please do not make mean comments and follow the biblical and spiritual character of this forum. If, however unpleasant situations arise, we request to flag it to us in order to evaluate the situation.

Text source: This text is in the public domain, downloaded from http://www.unboundbible.org, compiled by biblephone2008@gmail.com.

This project is based on delivering free-of-charge the Word of the Lord in all the world by using electronic means. If you want to contact us, you can do this by writing to the following e-mail: bible-study.xyz@hotmail.com


SELECT VERSION

COMPARE WITH OTHER BIBLES