|
Sálmarnir, Chapter 110
1. Davíðssálmur. Svo segir Drottinn við herra minn: 'Sest þú mér til hægri handar, þá mun ég leggja óvini þína sem fótskör að fótum þér.'
2. Drottinn réttir út þinn volduga sprota frá Síon, drottna þú mitt á meðal óvina þinna!
3. Þjóð þín kemur sjálfboða á valdadegi þínum. Í helgu skrauti frá skauti morgunroðans kemur dögg æskuliðs þíns til þín.
4. Drottinn hefir svarið, og hann iðrar þess eigi: 'Þú ert prestur að eilífu, að hætti Melkísedeks.'
5. Drottinn er þér til hægri handar, hann knosar konunga á degi reiði sinnar.
6. Hann heldur dóm meðal þjóðanna, fyllir allt líkum, hann knosar höfuð um víðan vang.
7. Á leiðinni drekkur hann úr læknum, þess vegna ber hann höfuðið hátt.
|
|
Text source: This text is in the public domain, downloaded from http://www.unboundbible.org, compiled by biblephone2008@gmail.com.
|
|
This project is based on delivering free-of-charge the Word of the Lord in all the world by using electronic means. If you want to contact us, you can do this by writing to the following e-mail: bible-study.xyz@hotmail.com |
|
|
SELECT VERSION
COMPARE WITH OTHER BIBLES
|
|