|
Sálmarnir, Chapter 113
1. Halelúja. Þjónar Drottins, lofið, lofið nafn Drottins.
2. Nafn Drottins sé blessað héðan í frá og að eilífu.
3. Frá sólarupprás til sólarlags sé nafn Drottins vegsamað.
4. Drottinn er hafinn yfir allar þjóðir og dýrð hans yfir himnana.
5. Hver er sem Drottinn, Guð vor? Hann situr hátt
6. og horfir djúpt á himni og á jörðu.
7. Hann reisir lítilmagnann úr duftinu, lyftir snauðum upp úr saurnum
8. og leiðir hann til sætis hjá tignarmönnum, hjá tignarmönnum þjóðar hans.
9. Hann lætur óbyrjuna í húsinu búa í næði sem glaða barnamóður. Halelúja.
|
|
Text source: This text is in the public domain, downloaded from http://www.unboundbible.org, compiled by biblephone2008@gmail.com.
|
|
This project is based on delivering free-of-charge the Word of the Lord in all the world by using electronic means. If you want to contact us, you can do this by writing to the following e-mail: bible-study.xyz@hotmail.com |
|
|
SELECT VERSION
COMPARE WITH OTHER BIBLES
|
|