|
Sálmarnir, Chapter 114
1. Þegar Ísrael fór út af Egyptalandi, Jakobs ætt frá þjóðinni, er mælti á erlenda tungu,
2. varð Júda helgidómur hans, Ísrael ríki hans.
3. Hafið sá það og flýði, Jórdan hörfaði undan.
4. Fjöllin hoppuðu sem hrútar, hæðirnar sem lömb.
5. Hvað er þér, haf, er þú flýr, Jórdan, er þú hörfar undan,
6. þér fjöll, er þér hoppið sem hrútar, þér hæðir sem lömb?
7. Titra þú, jörð, fyrir augliti Drottins, fyrir augliti Jakobs Guðs,
8. hans sem gjörir klettinn að vatnstjörn, tinnusteininn að vatnslind.
|
|
Text source: This text is in the public domain, downloaded from http://www.unboundbible.org, compiled by biblephone2008@gmail.com.
|
|
This project is based on delivering free-of-charge the Word of the Lord in all the world by using electronic means. If you want to contact us, you can do this by writing to the following e-mail: bible-study.xyz@hotmail.com |
|
|
SELECT VERSION
COMPARE WITH OTHER BIBLES
|
|