Bible Study: FrontPage




 

Sálmarnir, Chapter 115

Bible Study - Sálmarnir 115 - Icelandic - Icelandic Bible  - Web
 
 
 
Comment!       Comment Disqus!
  
1. Gef eigi oss, Drottinn, eigi oss, heldur þínu nafni dýrðina sakir miskunnar þinnar og trúfesti.
  
2. Hví eiga heiðingjarnir að segja: 'Hvar er Guð þeirra?'
  
3. En vor Guð er í himninum, allt sem honum þóknast, það gjörir hann.
  
4. Skurðgoð þeirra eru silfur og gull, handaverk manna.
  
5. Þau hafa munn, en tala ekki, augu, en sjá ekki,
  
6. þau hafa eyru, en heyra ekki, nef, en finna engan þef.
  
7. Þau hafa hendur, en þreifa ekki, fætur, en ganga ekki, þau tala eigi með barka sínum.
  
8. Eins og þau eru, verða smiðir þeirra, allir þeir er á þau treysta.
  
9. En Ísrael treystir Drottni, hann er hjálp þeirra og skjöldur.
  
10. Arons ætt treystir Drottni, hann er hjálp þeirra og skjöldur.
  
11. Þeir sem óttast Drottin treysta Drottni, hann er hjálp þeirra og skjöldur.
  
12. Drottinn minnist vor, hann mun blessa, hann mun blessa Ísraels ætt, hann mun blessa Arons ætt,
  
13. hann mun blessa þá er óttast Drottin, yngri sem eldri.
  
14. Drottinn mun fjölga yður, sjálfum yður og börnum yðar.
  
15. Þér eruð blessaðir af Drottni, skapara himins og jarðar.
  
16. Himinninn er himinn Drottins, en jörðina hefir hann gefið mannanna börnum.
  
17. Eigi lofa andaðir menn Drottin, né heldur neinn sá, sem hniginn er í dauðaþögn,
  
18. en vér viljum lofa Drottin, héðan í frá og að eilífu. Halelúja.


Search in:
Terms:

Vote and Comment on Facebook:Recommend This Page:
Post on Facebook Add to your del.icio.us Digg this story StumbleUpon Twitter Google Plus Post on Tumblr Add to Reddit Pin this story Linkedin Google Bookmark Blogger
Insert Your Personal Insight:

Please do not make mean comments and follow the biblical and spiritual character of this forum. If, however unpleasant situations arise, we request to flag it to us in order to evaluate the situation.

Text source: This text is in the public domain, downloaded from http://www.unboundbible.org, compiled by biblephone2008@gmail.com.

This project is based on delivering free-of-charge the Word of the Lord in all the world by using electronic means. If you want to contact us, you can do this by writing to the following e-mail: bible-study.xyz@hotmail.com


SELECT VERSION

COMPARE WITH OTHER BIBLES