Bible Study: FrontPage




 

Sálmarnir, Chapter 116

Bible Study - Sálmarnir 116 - Icelandic - Icelandic Bible  - Web
 
 
 
Comment!       Comment Disqus!
  
1. Ég elska Drottin, af því að hann heyrir grátbeiðni mína.
  
2. Hann hefir hneigt eyra sitt að mér, og alla ævi vil ég ákalla hann.
  
3. Snörur dauðans umkringdu mig, angist Heljar mætti mér, ég mætti nauðum og harmi.
  
4. Þá ákallaði ég nafn Drottins: 'Ó, Drottinn, bjarga sál minni!'
  
5. Náðugur er Drottinn og réttlátur, og vor Guð er miskunnsamur.
  
6. Drottinn varðveitir varnarlausa, þegar ég var máttvana hjálpaði hann mér.
  
7. Verð þú aftur róleg, sála mín, því að Drottinn gjörir vel til þín.
  
8. Já, þú hreifst sál mína frá dauða, auga mitt frá gráti, fót minn frá hrösun.
  
9. Ég geng frammi fyrir Drottni á landi lifenda.
  
10. Ég trúði, þó ég segði: 'Ég er mjög beygður.'
  
11. Ég sagði í angist minni: 'Allir menn ljúga.'
  
12. Hvað á ég að gjalda Drottni fyrir allar velgjörðir hans við mig?
  
13. Ég lyfti upp bikar hjálpræðisins og ákalla nafn Drottins.
  
14. Ég greiði Drottni heit mín, og það í augsýn alls lýðs hans.
  
15. Dýr er í augum Drottins dauði dýrkenda hans.
  
16. Æ, Drottinn, víst er ég þjónn þinn, ég er þjónn þinn, sonur ambáttar þinnar, þú leystir fjötra mína.
  
17. Þér færi ég þakkarfórn og ákalla nafn Drottins.
  
18. Ég greiði Drottni heit mín, og það í augsýn alls lýðs hans,
  
19. í forgörðum húss Drottins, í þér, Jerúsalem. Halelúja.


Search in:
Terms:

Vote and Comment on Facebook:Recommend This Page:
Post on Facebook Add to your del.icio.us Digg this story StumbleUpon Twitter Google Plus Post on Tumblr Add to Reddit Pin this story Linkedin Google Bookmark Blogger
Insert Your Personal Insight:

Please do not make mean comments and follow the biblical and spiritual character of this forum. If, however unpleasant situations arise, we request to flag it to us in order to evaluate the situation.

Text source: This text is in the public domain, downloaded from http://www.unboundbible.org, compiled by biblephone2008@gmail.com.

This project is based on delivering free-of-charge the Word of the Lord in all the world by using electronic means. If you want to contact us, you can do this by writing to the following e-mail: bible-study.xyz@hotmail.com


SELECT VERSION

COMPARE WITH OTHER BIBLES