|
Sálmarnir, Chapter 121
1. Ég hef augu mín til fjallanna: Hvaðan kemur mér hjálp?
2. Hjálp mín kemur frá Drottni, skapara himins og jarðar.
3. Hann mun eigi láta fót þinn skriðna, vörður þinn blundar ekki.
4. Nei, hann blundar ekki og sefur ekki, hann, vörður Ísraels.
5. Drottinn er vörður þinn, Drottinn skýlir þér, hann er þér til hægri handar.
6. Um daga mun sólarhitinn eigi vinna þér mein, né heldur tunglið um nætur.
7. Drottinn mun vernda þig fyrir öllu illu, hann mun vernda sál þína.
8. Drottinn mun varðveita útgöngu þína og inngöngu héðan í frá og að eilífu.
|
|
Text source: This text is in the public domain, downloaded from http://www.unboundbible.org, compiled by biblephone2008@gmail.com.
|
|
This project is based on delivering free-of-charge the Word of the Lord in all the world by using electronic means. If you want to contact us, you can do this by writing to the following e-mail: bible-study.xyz@hotmail.com |
|
|
SELECT VERSION
COMPARE WITH OTHER BIBLES
|
|