|
Sálmarnir, Chapter 124
1. Hefði það ekki verið Drottinn sem var með oss, _ skal Ísrael segja _
2. hefði það ekki verið Drottinn sem var með oss, þegar menn risu í móti oss,
3. þá hefðu þeir gleypt oss lifandi, þegar reiði þeirra bálaðist upp í móti oss.
4. Þá hefðu vötnin streymt yfir oss, elfur gengið yfir oss,
5. þá hefðu gengið yfir oss hin beljandi vötn.
6. Lofaður sé Drottinn, er ekki gaf oss tönnum þeirra að bráð.
7. Sál vor slapp burt eins og fugl úr snöru fuglarans. Brast snaran, burt sluppum vér.
8. Hjálp vor er í nafni Drottins, skapara himins og jarðar.
|
|
Text source: This text is in the public domain, downloaded from http://www.unboundbible.org, compiled by biblephone2008@gmail.com.
|
|
This project is based on delivering free-of-charge the Word of the Lord in all the world by using electronic means. If you want to contact us, you can do this by writing to the following e-mail: bible-study.xyz@hotmail.com |
|
|
SELECT VERSION
COMPARE WITH OTHER BIBLES
|
|