|
Sálmarnir, Chapter 126
1. Þegar Drottinn sneri við hag Síonar, þá var sem oss dreymdi.
2. Þá fylltist munnur vor hlátri, og tungur vorar fögnuði. Þá sögðu menn meðal þjóðanna: 'Mikla hluti hefir Drottinn gjört við þá.'
3. Drottinn hefir gjört mikla hluti við oss, vér vorum glaðir.
4. Snú við hag vorum, Drottinn, eins og þú gjörir við lækina í Suðurlandinu.
5. Þeir sem sá með tárum, munu uppskera með gleðisöng.
6. Grátandi fara menn og bera sæðið til sáningar, með gleðisöng koma þeir aftur og bera kornbindin heim.
|
|
Text source: This text is in the public domain, downloaded from http://www.unboundbible.org, compiled by biblephone2008@gmail.com.
|
|
This project is based on delivering free-of-charge the Word of the Lord in all the world by using electronic means. If you want to contact us, you can do this by writing to the following e-mail: bible-study.xyz@hotmail.com |
|
|
SELECT VERSION
COMPARE WITH OTHER BIBLES
|
|