Bible Study: FrontPage




 

Sálmarnir, Chapter 136

Bible Study - Sálmarnir 136 - Icelandic - Icelandic Bible  - Web
 
 
 
Comment!       Comment Disqus!
  
1. Þakkið Drottni, því að hann er góður, því að miskunn hans varir að eilífu.
  
2. Þakkið Guði guðanna, því að miskunn hans varir að eilífu,
  
3. þakkið Drottni drottnanna, því að miskunn hans varir að eilífu,
  
4. honum, sem einn gjörir mikil dásemdarverk, því að miskunn hans varir að eilífu,
  
5. honum, sem skapaði himininn með speki, því að miskunn hans varir að eilífu,
  
6. honum, sem breiddi jörðina út á vötnunum, því að miskunn hans varir að eilífu,
  
7. honum, sem skapaði stóru ljósin, því að miskunn hans varir að eilífu,
  
8. sólina til þess að ráða deginum, því að miskunn hans varir að eilífu,
  
9. tunglið og stjörnurnar til þess að ráða nóttunni, því að miskunn hans varir að eilífu,
  
10. honum, sem laust Egypta með deyðing frumburðanna, því að miskunn hans varir að eilífu,
  
11. og leiddi Ísrael burt frá þeim, því að miskunn hans varir að eilífu,
  
12. með sterkri hendi og útréttum armlegg, því að miskunn hans varir að eilífu,
  
13. honum, sem skipti Rauðahafinu sundur, því að miskunn hans varir að eilífu,
  
14. og lét Ísrael ganga gegnum það, því að miskunn hans varir að eilífu,
  
15. og keyrði Faraó og her hans út í Rauðahafið, því að miskunn hans varir að eilífu,
  
16. honum, sem leiddi lýð sinn gegnum eyðimörkina, því að miskunn hans varir að eilífu,
  
17. honum, sem laust mikla konunga, því að miskunn hans varir að eilífu,
  
18. og deyddi volduga konunga, því að miskunn hans varir að eilífu,
  
19. Síhon Amorítakonung, því að miskunn hans varir að eilífu,
  
20. og Óg konung í Basan, því að miskunn hans varir að eilífu,
  
21. og gaf land þeirra að erfð, því að miskunn hans varir að eilífu,
  
22. að erfð Ísrael þjóni sínum, því að miskunn hans varir að eilífu,
  
23. honum, sem minntist vor í læging vorri, því að miskunn hans varir að eilífu,
  
24. og frelsaði oss frá fjandmönnum vorum, því að miskunn hans varir að eilífu,
  
25. sem gefur fæðu öllu holdi, því að miskunn hans varir að eilífu.
  
26. Þakkið Guði himnanna, því að miskunn hans varir að eilífu.


Search in:
Terms:

Vote and Comment on Facebook:Recommend This Page:
Post on Facebook Add to your del.icio.us Digg this story StumbleUpon Twitter Google Plus Post on Tumblr Add to Reddit Pin this story Linkedin Google Bookmark Blogger
Insert Your Personal Insight:

Please do not make mean comments and follow the biblical and spiritual character of this forum. If, however unpleasant situations arise, we request to flag it to us in order to evaluate the situation.

Text source: This text is in the public domain, downloaded from http://www.unboundbible.org, compiled by biblephone2008@gmail.com.

This project is based on delivering free-of-charge the Word of the Lord in all the world by using electronic means. If you want to contact us, you can do this by writing to the following e-mail: bible-study.xyz@hotmail.com


SELECT VERSION

COMPARE WITH OTHER BIBLES