Bible Study: FrontPage




 

Sálmarnir, Chapter 148

Bible Study - Sálmarnir 148 - Icelandic - Icelandic Bible  - Web
 
 
 
Comment!       Comment Disqus!
  
1. Halelúja. Lofið Drottin af himnum, lofið hann á hæðum.
  
2. Lofið hann, allir englar hans, lofið hann, allir herskarar hans.
  
3. Lofið hann, sól og tungl, lofið hann, allar lýsandi stjörnur.
  
4. Lofið hann, himnar himnanna og vötnin, sem eru yfir himninum.
  
5. Þau skulu lofa nafn Drottins, því að hans boði voru þau sköpuð.
  
6. Og hann fékk þeim stað um aldur og ævi, hann gaf þeim lög, sem þau mega eigi brjóta.
  
7. Lofið Drottin af jörðu, þér sjóskrímsl og allir hafstraumar,
  
8. eldur og hagl, snjór og reykur, stormbylurinn, sem framkvæmir orð hans,
  
9. fjöllin og allar hæðir, ávaxtartrén og öll sedrustrén,
  
10. villidýrin og allur fénaður, skriðkvikindin og fleygir fuglar,
  
11. konungar jarðarinnar og allar þjóðir, höfðingjar og allir dómendur jarðar,
  
12. bæði yngismenn og yngismeyjar, öldungar og ungir sveinar!
  
13. Þau skulu lofa nafn Drottins, því að hans nafn eitt er hátt upp hafið, tign hans er yfir jörð og himni.
  
14. Hann lyftir upp horni fyrir lýð sinn, lofsöngur hljómi hjá öllum dýrkendum hans, hjá sonum Ísraels, þjóðinni, sem er nálæg honum. Halelúja.


Search in:
Terms:

Vote and Comment on Facebook:Recommend This Page:
Post on Facebook Add to your del.icio.us Digg this story StumbleUpon Twitter Google Plus Post on Tumblr Add to Reddit Pin this story Linkedin Google Bookmark Blogger
Insert Your Personal Insight:

Please do not make mean comments and follow the biblical and spiritual character of this forum. If, however unpleasant situations arise, we request to flag it to us in order to evaluate the situation.

Text source: This text is in the public domain, downloaded from http://www.unboundbible.org, compiled by biblephone2008@gmail.com.

This project is based on delivering free-of-charge the Word of the Lord in all the world by using electronic means. If you want to contact us, you can do this by writing to the following e-mail: bible-study.xyz@hotmail.com


SELECT VERSION

COMPARE WITH OTHER BIBLES