Bible Study: FrontPage




 

Sálmarnir, Chapter 25

Bible Study - Sálmarnir 25 - Icelandic - Icelandic Bible  - Web
 
 
 
Comment!       Comment Disqus!
  
1. Davíðssálmur.
  
2. Til þín, Drottinn, hef ég sál mína, Guð minn, þér treysti ég. Lát mig eigi verða til skammar, lát eigi óvini mína hlakka yfir mér.
  
3. Hver sá er á þig vonar, mun eigi heldur verða til skammar, þeir verða til skammar, er ótrúir eru að raunalausu.
  
4. Vísa mér vegu þína, Drottinn, kenn mér stigu þína.
  
5. Lát mig ganga í sannleika þínum og kenn mér, því að þú ert Guð hjálpræðis míns, allan daginn vona ég á þig.
  
6. Minnst þú miskunnar þinnar, Drottinn, og kærleiksverka, því að þau eru frá eilífð.
  
7. Minnst eigi æskusynda minna og afbrota, minnst mín eftir elsku þinni sakir gæsku þinnar, Drottinn.
  
8. Góður og réttlátur er Drottinn, þess vegna vísar hann syndurum veginn.
  
9. Hann lætur hina hrjáðu ganga eftir réttlætinu og kennir hinum þjökuðu veg sinn.
  
10. Allir vegir Drottins eru elska og trúfesti fyrir þá er gæta sáttmála hans og vitnisburða.
  
11. Sakir nafns þíns, Drottinn, fyrirgef mér sekt mína, því að hún er mikil.
  
12. Ef einhver óttast Drottin, mun hann kenna honum veg þann er hann á að velja.
  
13. Sjálfur mun hann búa við hamingju, og niðjar hans eignast landið.
  
14. Drottinn sýnir trúnað þeim er óttast hann, og sáttmála sinn gjörir hann þeim kunnan.
  
15. Augu mín mæna ætíð til Drottins, því að hann greiðir fót minn úr snörunni.
  
16. Snú þér til mín og líkna mér, því að ég er einmana og hrjáður.
  
17. Angist sturlar hjarta mitt, leið mig úr nauðum mínum.
  
18. Lít á eymd mína og armæðu og fyrirgef allar syndir mínar.
  
19. Lít á, hversu margir óvinir mínir eru, með rangsleitnishatri hata þeir mig.
  
20. Varðveit líf mitt og frelsa mig, lát mig eigi verða til skammar, því að hjá þér leita ég hælis.
  
21. Lát ráðvendni og hreinskilni gæta mín, því að á þig vona ég.
  
22. Frelsa Ísrael, ó Guð, úr öllum nauðum hans.


Search in:
Terms:

Vote and Comment on Facebook:Recommend This Page:
Post on Facebook Add to your del.icio.us Digg this story StumbleUpon Twitter Google Plus Post on Tumblr Add to Reddit Pin this story Linkedin Google Bookmark Blogger
Insert Your Personal Insight:

Please do not make mean comments and follow the biblical and spiritual character of this forum. If, however unpleasant situations arise, we request to flag it to us in order to evaluate the situation.

Text source: This text is in the public domain, downloaded from http://www.unboundbible.org, compiled by biblephone2008@gmail.com.

This project is based on delivering free-of-charge the Word of the Lord in all the world by using electronic means. If you want to contact us, you can do this by writing to the following e-mail: bible-study.xyz@hotmail.com


SELECT VERSION

COMPARE WITH OTHER BIBLES