|
Sálmarnir, Chapter 30
1. Musterisvígsluljóð. Davíðssálmur.
2. Ég tigna þig, Drottinn, því að þú hefir bjargað mér og eigi látið óvini mína hlakka yfir mér.
3. Drottinn, Guð minn, ég hrópaði til þín og þú læknaðir mig.
4. Drottinn, þú heimtir sál mína úr Helju, lést mig halda lífi, er aðrir gengu til grafar.
5. Syngið Drottni lof, þér hans trúuðu, vegsamið hans heilaga nafn.
6. Andartak stendur reiði hans, en alla ævi náð hans. Að kveldi gistir oss grátur, en gleðisöngur að morgni.
7. En ég uggði eigi að mér og hugsaði: 'Aldrei skriðnar mér fótur.'
8. Drottinn, af náð þinni hafðir þú gjört bjarg mitt stöðugt, en nú huldir þú auglit þitt og ég skelfdist.
9. Til þín, Drottinn, kallaði ég, og Drottin grátbændi ég:
10. 'Hver ávinningur er í dauða mínum, í því að ég gangi til grafar? Getur duftið lofað þig, kunngjört trúfesti þína?
11. Heyr, Drottinn, og líkna mér, ó Drottinn, ver þú hjálpari minn!'
12. Þú breyttir grát mínum í gleðidans, leystir af mér hærusekkinn og gyrtir mig fögnuði,
13. að sál mín megi lofsyngja þér og eigi þagna. Drottinn, Guð minn, ég vil þakka þér að eilífu.
|
|
Text source: This text is in the public domain, downloaded from http://www.unboundbible.org, compiled by biblephone2008@gmail.com.
|
|
This project is based on delivering free-of-charge the Word of the Lord in all the world by using electronic means. If you want to contact us, you can do this by writing to the following e-mail: bible-study.xyz@hotmail.com |
|
|
SELECT VERSION
COMPARE WITH OTHER BIBLES
|
|