Bible Study: FrontPage




 

Sálmarnir, Chapter 33

Bible Study - Sálmarnir 33 - Icelandic - Icelandic Bible  - Web
 
 
 
Comment!       Comment Disqus!
  
1. Gleðjist, þér réttlátir, yfir Drottni! Hreinlyndum hæfir lofsöngur.
  
2. Lofið Drottin með gígjum, leikið fyrir honum á tístrengjaða hörpu.
  
3. Syngið honum nýjan söng, knýið strengina ákaft með fagnaðarópi.
  
4. Því að orð Drottins er áreiðanlegt, og öll verk hans eru í trúfesti gjörð.
  
5. Hann hefir mætur á réttlæti og rétti, jörðin er full af miskunn Drottins.
  
6. Fyrir orð Drottins voru himnarnir gjörðir og öll þeirra prýði fyrir anda munns hans.
  
7. Hann safnaði vatni hafsins sem í belg, lét straumana í forðabúr.
  
8. Öll jörðin óttist Drottin, allir heimsbúar hræðist hann,
  
9. því að hann talaði _ og það varð, hann bauð _ þá stóð það þar.
  
10. Drottinn ónýtir ráð þjóðanna, gjörir að engu áform lýðanna,
  
11. en ráð Drottins stendur stöðugt um aldur, áform hjarta hans frá kyni til kyns.
  
12. Sæl er sú þjóð er á Drottin að Guði, sá lýður er hann hefir kjörið sér til eignar.
  
13. Drottinn lítur niður af himni, sér öll mannanna börn,
  
14. frá bústað sínum virðir hann fyrir sér alla jarðarbúa,
  
15. hann sem myndað hefir hjörtu þeirra allra og gefur gætur að öllum athöfnum þeirra.
  
16. Eigi sigrar konungurinn fyrir gnótt herafla síns, eigi bjargast kappinn fyrir ofurafl sitt.
  
17. Svikull er víghestur til sigurs, með ofurafli sínu bjargar hann ekki.
  
18. En augu Drottins hvíla á þeim er óttast hann, á þeim er vona á miskunn hans.
  
19. Hann frelsar þá frá dauða og heldur lífinu í þeim í hallæri.
  
20. Sálir vorar vona á Drottin, hann er hjálp vor og skjöldur.
  
21. Já, yfir honum fagnar hjarta vort, hans heilaga nafni treystum vér.
  
22. Miskunn þín, Drottinn, sé yfir oss, svo sem vér vonum á þig.


Search in:
Terms:

Vote and Comment on Facebook:Recommend This Page:
Post on Facebook Add to your del.icio.us Digg this story StumbleUpon Twitter Google Plus Post on Tumblr Add to Reddit Pin this story Linkedin Google Bookmark Blogger
Insert Your Personal Insight:

Please do not make mean comments and follow the biblical and spiritual character of this forum. If, however unpleasant situations arise, we request to flag it to us in order to evaluate the situation.

Text source: This text is in the public domain, downloaded from http://www.unboundbible.org, compiled by biblephone2008@gmail.com.

This project is based on delivering free-of-charge the Word of the Lord in all the world by using electronic means. If you want to contact us, you can do this by writing to the following e-mail: bible-study.xyz@hotmail.com


SELECT VERSION

COMPARE WITH OTHER BIBLES