Bible Study: FrontPage




 

Sálmarnir, Chapter 36

Bible Study - Sálmarnir 36 - Icelandic - Icelandic Bible  - Web
 
 
 
Comment!       Comment Disqus!
  
1. Til söngstjórans. Eftir Davíð, þjón Drottins.
  
2. Rödd syndarinnar talar til hins guðlausa í fylgsnum hjarta hans, enginn guðsótti býr í huga hans.
  
3. Hún smjaðrar fyrir honum í augum hans og misgjörð hans verður uppvís og hann verður fyrir hatri.
  
4. Orðin af munni hans eru tál og svik, hann er hættur að vera hygginn og breyta vel.
  
5. Í hvílu sinni hyggur hann á tál, hann fetar vonda vegu, forðast eigi hið illa.
  
6. Drottinn, til himna nær miskunn þín, til skýjanna trúfesti þín.
  
7. Réttlæti þitt er sem fjöll Guðs, dómar þínir sem reginhaf. Mönnum og skepnum hjálpar þú, Drottinn.
  
8. Hversu dýrmæt er miskunn þín, ó Guð, mannanna börn leita hælis í skugga vængja þinna.
  
9. Þau seðjast af feiti húss þíns, og þú lætur þau drekka úr lækjum unaðsemda þinna.
  
10. Hjá þér er uppspretta lífsins, í þínu ljósi sjáum vér ljós.
  
11. Lát miskunn þína haldast við þá er þekkja þig, og réttlæti þitt við þá sem hjartahreinir eru.
  
12. Lát eigi fót hins hrokafulla troða á mér né hönd óguðlegra hrekja mig burt.
  
13. Þar eru illgjörðamennirnir fallnir, þeim er varpað um koll og þeir fá eigi risið upp aftur.


Search in:
Terms:

Vote and Comment on Facebook:Recommend This Page:
Post on Facebook Add to your del.icio.us Digg this story StumbleUpon Twitter Google Plus Post on Tumblr Add to Reddit Pin this story Linkedin Google Bookmark Blogger
Insert Your Personal Insight:

Please do not make mean comments and follow the biblical and spiritual character of this forum. If, however unpleasant situations arise, we request to flag it to us in order to evaluate the situation.

Text source: This text is in the public domain, downloaded from http://www.unboundbible.org, compiled by biblephone2008@gmail.com.

This project is based on delivering free-of-charge the Word of the Lord in all the world by using electronic means. If you want to contact us, you can do this by writing to the following e-mail: bible-study.xyz@hotmail.com


SELECT VERSION

COMPARE WITH OTHER BIBLES