Bible Study: FrontPage




 

Sálmarnir, Chapter 38

Bible Study - Sálmarnir 38 - Icelandic - Icelandic Bible  - Web
 
 
 
Comment!       Comment Disqus!
  
1. Davíðssálmur. Minningarljóð.
  
2. Drottinn, refsa mér ekki í reiði þinni og tyfta mig ekki í gremi þinni.
  
3. Örvar þínar standa fastar í mér, og hönd þín liggur þungt á mér.
  
4. Enginn heilbrigður blettur er á líkama mínum sakir reiði þinnar, ekkert heilt í beinum mínum sakir syndar minnar.
  
5. Misgjörðir mínar ganga mér yfir höfuð, sem þung byrði eru þær mér of þungar orðnar.
  
6. Ódaun leggur af sárum mínum, rotnun er í þeim sakir heimsku minnar.
  
7. Ég er beygður og mjög bugaður, ráfa um harmandi daginn langan.
  
8. Lendar mínar eru fullar bruna, og enginn heilbrigður blettur er á líkama mínum.
  
9. Ég er lémagna og kraminn mjög, kveina af angist hjartans.
  
10. Drottinn, öll mín þrá er þér kunn og andvörp mín eru eigi hulin þér.
  
11. Hjarta mitt berst ákaft, kraftur minn er þrotinn, jafnvel ljós augna minna er horfið mér.
  
12. Ástvinir mínir og kunningjar hörfa burt fyrir kröm minni, og frændur mínir standa fjarri.
  
13. Þeir er sitja um líf mitt, leggja snörur fyrir mig, þeir er leita mér meins, mæla skaðræði og hyggja á svik allan liðlangan daginn.
  
14. En ég er sem daufur, ég heyri það ekki, og sem dumbur, er eigi opnar munninn,
  
15. ég er sem maður er eigi heyrir og engin andmæli eru í munni hans.
  
16. Því að á þig, Drottinn, vona ég, þú munt svara mér, Drottinn minn og Guð minn,
  
17. því að ég segi: 'Lát þá eigi hlakka yfir mér, eigi hælast um af því, að mér skriðni fótur.'
  
18. Því að ég er að falli kominn, og þjáningar mínar eru mér æ fyrir augum.
  
19. Ég játa misgjörð mína, harma synd mína,
  
20. og þeir sem án saka eru óvinir mínir, eru margir, fjölmargir þeir er hata mig að ástæðulausu.
  
21. Þeir gjalda mér gott með illu, sýna mér fjandskap, af því ég legg stund á það sem gott er.
  
22. Yfirgef mig ekki, Drottinn, Guð minn, ver ekki fjarri mér,
  
23. skunda til liðs við mig, Drottinn, þú hjálp mín.


Search in:
Terms:

Vote and Comment on Facebook:Recommend This Page:
Post on Facebook Add to your del.icio.us Digg this story StumbleUpon Twitter Google Plus Post on Tumblr Add to Reddit Pin this story Linkedin Google Bookmark Blogger
Insert Your Personal Insight:

Please do not make mean comments and follow the biblical and spiritual character of this forum. If, however unpleasant situations arise, we request to flag it to us in order to evaluate the situation.

Text source: This text is in the public domain, downloaded from http://www.unboundbible.org, compiled by biblephone2008@gmail.com.

This project is based on delivering free-of-charge the Word of the Lord in all the world by using electronic means. If you want to contact us, you can do this by writing to the following e-mail: bible-study.xyz@hotmail.com


SELECT VERSION

COMPARE WITH OTHER BIBLES