Bible Study: FrontPage




 

Sálmarnir, Chapter 41

Bible Study - Sálmarnir 41 - Icelandic - Icelandic Bible  - Web
 
 
 
Comment!       Comment Disqus!
  
1. Til söngstjórans. Davíðssálmur.
  
2. Sæll er sá er gefur gaum að bágstöddum, á mæðudeginum bjargar Drottinn honum.
  
3. Drottinn varðveitir hann og lætur hann njóta lífs og sælu í landinu. Og eigi ofurselur þú hann græðgi óvina hans.
  
4. Drottinn styður hann á sóttarsænginni, þegar hann er sjúkur, breytir þú beð hans í hvílurúm.
  
5. Ég sagði: 'Ver mér náðugur, Drottinn, lækna sál mína, því að ég hefi syndgað móti þér.'
  
6. Óvinir mínir biðja mér óbæna: 'Hvenær skyldi hann deyja og nafn hans hverfa?'
  
7. Og ef einhver kemur til þess að vitja mín, talar hann tál. Hjarta hans safnar að sér illsku, hann fer út og lætur dæluna ganga.
  
8. Allir hatursmenn mínir hvískra um mig, þeir hyggja á illt mér til handa:
  
9. 'Hann er altekinn helsótt, hann er lagstur og rís eigi upp framar.'
  
10. Jafnvel sá er ég lifði í sátt við, sá er ég treysti, sá er etið hefir af mat mínum, lyftir hæl sínum í móti mér.
  
11. En þú, Drottinn, ver mér náðugur og lát mig aftur rísa á fætur, að ég megi endurgjalda þeim.
  
12. Af því veit ég, að þú hefir þóknun á mér, að óvinur minn hlakkar ekki yfir mér.
  
13. Vegna sakleysis míns hélst þú mér uppi og lætur mig standa frammi fyrir augliti þínu að eilífu. _________
  
14. Lofaður sé Drottinn, Guð Ísraels, frá eilífð til eilífðar. Amen. Amen.


Search in:
Terms:

Vote and Comment on Facebook:Recommend This Page:
Post on Facebook Add to your del.icio.us Digg this story StumbleUpon Twitter Google Plus Post on Tumblr Add to Reddit Pin this story Linkedin Google Bookmark Blogger
Insert Your Personal Insight:

Please do not make mean comments and follow the biblical and spiritual character of this forum. If, however unpleasant situations arise, we request to flag it to us in order to evaluate the situation.

Text source: This text is in the public domain, downloaded from http://www.unboundbible.org, compiled by biblephone2008@gmail.com.

This project is based on delivering free-of-charge the Word of the Lord in all the world by using electronic means. If you want to contact us, you can do this by writing to the following e-mail: bible-study.xyz@hotmail.com


SELECT VERSION

COMPARE WITH OTHER BIBLES