64 LANGUAGES 218 VERSIONS
599.090 VIEWS 586.723 READERS 102 EMAILS
MOST READ CHAPTERS LAST DAYS
|
Sálmarnir, Chapter 42
1. Til söngstjórans. Kóraítamaskíl.
2. Eins og hindin, sem þráir vatnslindir, þráir sál mín þig, ó Guð.
3. Sál mína þyrstir eftir Guði, hinum lifanda Guði. Hvenær mun ég fá að koma og birtast fyrir augliti Guðs?
4. Tár mín urðu fæða mín dag og nótt, af því menn segja við mig allan daginn: 'Hvar er Guð þinn?'
5. Um það vil ég hugsa og úthella sál minni, sem í mér er, hversu ég gekk fram í mannþrönginni, leiddi þá til Guðs húss með fagnaðarópi og lofsöng, með hátíðaglaumi.
6. Hví ert þú beygð, sál mín, og ólgar í mér? Vona á Guð, því að enn mun ég fá að lofa hann, hjálpræði auglitis míns og Guð minn.
7. Guð minn, sál mín er beygð í mér, fyrir því vil ég minnast þín frá Jórdan- og Hermonlandi, frá litla fjallinu.
8. Eitt flóðið kallar á annað, þegar fossar þínir duna, allir boðar þínir og bylgjur ganga yfir mig.
9. Um daga býður Drottinn út náð sinni, og um nætur syng ég honum ljóð, bæn til Guðs lífs míns.
10. Ég mæli til Guðs: 'Þú bjarg mitt, hví hefir þú gleymt mér? hví verð ég að ganga harmandi, kúgaður af óvinum?'
11. Háð fjandmanna minna er sem rotnun í beinum mínum, er þeir segja við mig allan daginn: 'Hvar er Guð þinn?'
12. Hví ert þú beygð, sál mín, og ólgar í mér? Vona á Guð, því að enn mun ég fá að lofa hann, hjálpræði auglitis míns og Guð minn.
|
|
Text source: This text is in the public domain, downloaded from http://www.unboundbible.org, compiled by biblephone2008@gmail.com.
|
|
This project is based on delivering free-of-charge the Word of the Lord in all the world by using electronic means. If you want to contact us, you can do this by writing to the following e-mail: bible-study.xyz@hotmail.com |
|
|
SELECT VERSION
COMPARE WITH OTHER BIBLES
RECENT READ CHAPTERS LAST DAYS
|
|