|
Sálmarnir, Chapter 46
1. Til söngstjórans. Eftir Kóraíta. Fyrir kvenraddir. Ljóð.
2. Guð er oss hæli og styrkur, örugg hjálp í nauðum.
3. Fyrir því hræðumst vér eigi, þótt jörðin haggist og fjöllin bifist og steypist í skaut sjávarins.
4. Látum vötnin gnýja og freyða, látum fjöllin gnötra fyrir æðigangi hafsins. [Sela]
5. Elfar-kvíslir gleðja Guðs borg, heilagan bústað Hins hæsta.
6. Guð býr í henni, eigi mun hún bifast, Guð hjálpar henni, þegar birtir af degi.
7. Þjóðir gnúðu, ríki riðuðu, raust hans þrumaði, jörðin nötraði.
8. Drottinn hersveitanna er með oss, Jakobs Guð vort vígi. [Sela]
9. Komið, skoðið dáðir Drottins, hversu hann framkvæmir furðuverk á jörðu.
10. Hann stöðvar styrjaldir til endimarka jarðar, brýtur bogann, slær af oddinn, brennir skjöldu í eldi.
11. 'Verið kyrrir og viðurkennið, að ég er Guð, hátt upphafinn meðal þjóðanna, hátt upphafinn á jörðu.'
12. Drottinn hersveitanna er með oss, Jakobs Guð vort vígi. [Sela]
|
|
Text source: This text is in the public domain, downloaded from http://www.unboundbible.org, compiled by biblephone2008@gmail.com.
|
|
This project is based on delivering free-of-charge the Word of the Lord in all the world by using electronic means. If you want to contact us, you can do this by writing to the following e-mail: bible-study.xyz@hotmail.com |
|
|
SELECT VERSION
COMPARE WITH OTHER BIBLES
|
|