Bible Study: FrontPage




 

Sálmarnir, Chapter 46

Bible Study - Sálmarnir 46 - Icelandic - Icelandic Bible  - Web
 
 
 
Comment!       Comment Disqus!
  
1. Til söngstjórans. Eftir Kóraíta. Fyrir kvenraddir. Ljóð.
  
2. Guð er oss hæli og styrkur, örugg hjálp í nauðum.
  
3. Fyrir því hræðumst vér eigi, þótt jörðin haggist og fjöllin bifist og steypist í skaut sjávarins.
  
4. Látum vötnin gnýja og freyða, látum fjöllin gnötra fyrir æðigangi hafsins. [Sela]
  
5. Elfar-kvíslir gleðja Guðs borg, heilagan bústað Hins hæsta.
  
6. Guð býr í henni, eigi mun hún bifast, Guð hjálpar henni, þegar birtir af degi.
  
7. Þjóðir gnúðu, ríki riðuðu, raust hans þrumaði, jörðin nötraði.
  
8. Drottinn hersveitanna er með oss, Jakobs Guð vort vígi. [Sela]
  
9. Komið, skoðið dáðir Drottins, hversu hann framkvæmir furðuverk á jörðu.
  
10. Hann stöðvar styrjaldir til endimarka jarðar, brýtur bogann, slær af oddinn, brennir skjöldu í eldi.
  
11. 'Verið kyrrir og viðurkennið, að ég er Guð, hátt upphafinn meðal þjóðanna, hátt upphafinn á jörðu.'
  
12. Drottinn hersveitanna er með oss, Jakobs Guð vort vígi. [Sela]


Search in:
Terms:

Vote and Comment on Facebook:Recommend This Page:
Post on Facebook Add to your del.icio.us Digg this story StumbleUpon Twitter Google Plus Post on Tumblr Add to Reddit Pin this story Linkedin Google Bookmark Blogger
Insert Your Personal Insight:

Please do not make mean comments and follow the biblical and spiritual character of this forum. If, however unpleasant situations arise, we request to flag it to us in order to evaluate the situation.

Text source: This text is in the public domain, downloaded from http://www.unboundbible.org, compiled by biblephone2008@gmail.com.

This project is based on delivering free-of-charge the Word of the Lord in all the world by using electronic means. If you want to contact us, you can do this by writing to the following e-mail: bible-study.xyz@hotmail.com


SELECT VERSION

COMPARE WITH OTHER BIBLES