|
Sálmarnir, Chapter 48
2. Mikill er Drottinn og mjög vegsamlegur í borg vors Guðs, á sínu helga fjalli.
3. Yndisleg rís hún, gleði alls landsins, Síonarhæð, yst í norðri, borg hins mikla konungs.
4. Guð hefir í höllum hennar kunngjört sig sem vígi.
5. Því sjá, konungarnir áttu með sér stefnu, héldu fram saman.
6. Óðara en þeir sáu, urðu þeir agndofa, skelfdust, flýðu.
7. Felmtur greip þá samstundis, angist sem jóðsjúka konu.
8. Með austanvindinum brýtur þú Tarsis-knörru.
9. Eins og vér höfum heyrt, svo höfum vér séð í borg Drottins hersveitanna, í borg vors Guðs. Guð lætur hana standa að eilífu. [Sela]
10. Guð, vér ígrundum elsku þína inni í musteri þínu.
11. Eins og nafn þitt, Guð, svo hljómi lofgjörð þín til endimarka jarðar. Hægri hönd þín er full réttlætis.
12. Síonfjall gleðst, Júdadætur fagna vegna dóma þinna.
13. Kringið um Síon, gangið umhverfis hana, teljið turna hennar.
14. Hyggið að múrgirðing hennar, skoðið hallir hennar, til þess að þér getið sagt komandi kynslóð,
15. að slíkur sé Drottinn, Guð vor. Um aldur og ævi mun hann leiða oss.
|
|
Text source: This text is in the public domain, downloaded from http://www.unboundbible.org, compiled by biblephone2008@gmail.com.
|
|
This project is based on delivering free-of-charge the Word of the Lord in all the world by using electronic means. If you want to contact us, you can do this by writing to the following e-mail: bible-study.xyz@hotmail.com |
|
|
SELECT VERSION
COMPARE WITH OTHER BIBLES
|
|