Bible Study: FrontPage




 

Sálmarnir, Chapter 63

Bible Study - Sálmarnir 63 - Icelandic - Icelandic Bible  - Web
 
 
 
Comment!       Comment Disqus!
  
1. Sálmur eftir Davíð, þá er hann var í Júda-eyðimörk.
  
2. Drottinn, þú ert minn Guð, þín leita ég, sál mína þyrstir eftir þér, hold mitt þráir þig, í þurru landi, örþrota af vatnsleysi.
  
3. Þannig hefi ég litast um eftir þér í helgidóminum til þess að sjá veldi þitt og dýrð,
  
4. því að miskunn þín er mætari en lífið. Varir mínar skulu vegsama þig.
  
5. Þannig skal ég lofa þig meðan lifi, hefja upp hendurnar í þínu nafni.
  
6. Sál mín mettast sem af merg og feiti, og með fagnandi vörum lofar þig munnur minn,
  
7. þá er ég minnist þín í hvílu minni, hugsa um þig á næturvökunum.
  
8. Því að þú ert mér fulltingi, í skugga vængja þinna fagna ég.
  
9. Sál mín heldur sér fast við þig, hægri hönd þín styður mig.
  
10. Þeir sem sitja um líf mitt sjálfum sér til glötunar, munu hverfa í djúp jarðar.
  
11. Þeir munu verða ofurseldir sverðseggjum, verða sjakölunum að bráð.
  
12. Konungurinn skal gleðjast yfir Guði, hver sá er sver við hann, skal sigri hrósa, af því að munni lygaranna hefir verið lokað.


Search in:
Terms:

Vote and Comment on Facebook:Recommend This Page:
Post on Facebook Add to your del.icio.us Digg this story StumbleUpon Twitter Google Plus Post on Tumblr Add to Reddit Pin this story Linkedin Google Bookmark Blogger
Insert Your Personal Insight:

Please do not make mean comments and follow the biblical and spiritual character of this forum. If, however unpleasant situations arise, we request to flag it to us in order to evaluate the situation.

Text source: This text is in the public domain, downloaded from http://www.unboundbible.org, compiled by biblephone2008@gmail.com.

This project is based on delivering free-of-charge the Word of the Lord in all the world by using electronic means. If you want to contact us, you can do this by writing to the following e-mail: bible-study.xyz@hotmail.com


SELECT VERSION

COMPARE WITH OTHER BIBLES