Bible Study: FrontPage




 

Sálmarnir, Chapter 64

Bible Study - Sálmarnir 64 - Icelandic - Icelandic Bible  - Web
 
 
 
Comment!       Comment Disqus!
  
1. Til söngstjórans. Davíðssálmur.
  
2. Heyr, ó Guð, raust mína, er ég kveina, varðveit líf mitt fyrir ógnum óvinarins.
  
3. Skýl mér fyrir bandalagi bófanna, fyrir óaldarflokki illvirkjanna,
  
4. er hvetja tungur sínar sem sverð, leggja örvar sínar, beiskyrðin, á streng
  
5. til þess að skjóta í leyni á hinn ráðvanda, skjóta á hann allt í einu, hvergi hræddir.
  
6. Þeir binda fastmælum með sér ill áform, tala um að leggja leynisnörur, þeir hugsa: 'Hver ætli sjái það?'
  
7. Þeir upphugsa ranglæti: 'Vér erum tilbúnir, vel ráðin ráð!' því að hugskot hvers eins og hjarta er fullt véla.
  
8. Þá lýstur Guð þá með örinni, allt í einu verða þeir sárir,
  
9. og tunga þeirra verður þeim að falli. Allir þeir er sjá þá, munu hrista höfuðið.
  
10. Þá mun hver maður óttast og kunngjöra dáðir Guðs og gefa gætur að verkum hans.
  
11. Hinn réttláti mun gleðjast yfir Drottni og leita hælis hjá honum, og allir hjartahreinir munu sigri hrósa.


Search in:
Terms:

Vote and Comment on Facebook:Recommend This Page:
Post on Facebook Add to your del.icio.us Digg this story StumbleUpon Twitter Google Plus Post on Tumblr Add to Reddit Pin this story Linkedin Google Bookmark Blogger
Insert Your Personal Insight:

Please do not make mean comments and follow the biblical and spiritual character of this forum. If, however unpleasant situations arise, we request to flag it to us in order to evaluate the situation.

Text source: This text is in the public domain, downloaded from http://www.unboundbible.org, compiled by biblephone2008@gmail.com.

This project is based on delivering free-of-charge the Word of the Lord in all the world by using electronic means. If you want to contact us, you can do this by writing to the following e-mail: bible-study.xyz@hotmail.com


SELECT VERSION

COMPARE WITH OTHER BIBLES