Bible Study: FrontPage




 

Sálmarnir, Chapter 65

Bible Study - Sálmarnir 65 - Icelandic - Icelandic Bible  - Web
 
 
 
Comment!       Comment Disqus!
  
1. Til söngstjórans. Davíðssálmur. Ljóð.
  
2. Þér ber lofsöngur, Guð, á Síon, og við þig séu heitin efnd.
  
3. Þú sem heyrir bænir, til þín kemur allt hold.
  
4. Margvíslegar misgjörðir urðu mér yfirsterkari, en þú fyrirgafst afbrot vor.
  
5. Sæll er sá er þú útvelur og lætur nálægjast þig til þess að búa í forgörðum þínum, að vér megum seðjast af gæðum húss þíns, helgidómi musteris þíns.
  
6. Með óttalegum verkum svarar þú oss í réttlæti, þú Guð hjálpræðis vors, þú athvarf allra jarðarinnar endimarka og fjarlægra stranda,
  
7. þú sem festir fjöllin með krafti þínum, gyrtur styrkleika,
  
8. þú sem stöðvar brimgný hafsins, brimgnýinn í bylgjum þess og háreystina í þjóðunum,
  
9. svo að þeir er búa við endimörk jarðar óttast tákn þín, austrið og vestrið lætur þú fagna.
  
10. Þú hefir vitjað landsins og vökvað það, blessað það ríkulega með læk Guðs, fullum af vatni, þú hefir framleitt korn þess, því að þannig hefir þú gjört það úr garði.
  
11. Þú hefir vökvað plógför þess, jafnað plóggarða þess, með regnskúrum hefir þú mýkt það, blessað gróður þess.
  
12. Þú hefir krýnt árið með gæsku þinni, og vagnspor þín drjúpa af feiti.
  
13. Það drýpur af heiðalöndunum, og hæðirnar girðast fögnuði.
  
14. Hagarnir klæðast hjörðum, og dalirnir hyljast korni. Allt fagnar og syngur.


Search in:
Terms:

Vote and Comment on Facebook:Recommend This Page:
Post on Facebook Add to your del.icio.us Digg this story StumbleUpon Twitter Google Plus Post on Tumblr Add to Reddit Pin this story Linkedin Google Bookmark Blogger
Insert Your Personal Insight:

Please do not make mean comments and follow the biblical and spiritual character of this forum. If, however unpleasant situations arise, we request to flag it to us in order to evaluate the situation.

Text source: This text is in the public domain, downloaded from http://www.unboundbible.org, compiled by biblephone2008@gmail.com.

This project is based on delivering free-of-charge the Word of the Lord in all the world by using electronic means. If you want to contact us, you can do this by writing to the following e-mail: bible-study.xyz@hotmail.com


SELECT VERSION

COMPARE WITH OTHER BIBLES